Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 14
stjórnast af reglum. Þetta sjónarmið leggur alls ekki siðferðis- og lagaskyldur að jöfnu né er því haldið fram, að lagaskyldur og siðferðisskyldur fjalli um sömu hlut- ina. Því er einfaldlega haldið fram, að lögin gefi mönnum til kynna, hvernig þeiri eigi að hegða sér og með lögun- um megi á lögmætan hátt krefjast refsinga, skaðabóta eða annarra þvingana. Og rétt er að taka það skýrt fram, að þannig rná líta á lögin sem vísbendingu um það, hvernig eigi að hegða sér, án þess að maður gefi sér að þar sé um endanlega vísbendingu að ræða. Með öðrum orðum: rnaður getur haft þá skoðun, að lögin gefi manni til kynna hvernig maður eigi að hegða sér án þess að þar sé endanlegt svar, þegar maður þarf að velja um fleiri kosti. Fræðimenn liafa gjarnan haldið því fram, að annað livort þessara sjónarmiða væri hið eina rétta, þegar skil- greina á hugtakið „skylda“. Þó má sameina þau á ýmsan hátt. T. d. má segja, að skuldbindingarsjónarmiðið gefi sanna mynd af því, livað það merki að segja, að einhverjum beri skylda til að gera eitthvað, en að spádómskenningin leggi á hinn bóginn áherzlu á, að það sem oft vakir fyrir þeim sem segja slikt sé að vara við því, að brot á laga- skyldu geti haft einhvers konar þjáningar í för með sér. Og hér komum við einmitt að því sem er afar mikil- vægt í réttarheimspeki: við verðum að gera greinarmun á merkingu setningar eins og „það er skylda þín að gera þetta“ og hvað vakir fyrir þeim, sem segir þetta. 2. Löggerningur. Að gera samning, að flytja eignarrétt eða önnur réttindi frá einum til annars með orðum, skrif- um eða töluðum, eru dæmi um löggeminga, sem unnt er að gera vegna ákveðinna réttarreglna, og unnt er að skilgreina einmitt með tilvísan til þessara réttarreglna. Sumum fræðimönnum hefur þótt slíkir löggerningar næsta dularfullir, og frægir menn eins og * xel Hágerström hinn sænski taldi löggerninga þessa galdrakyns, vegna 12 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.