Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Síða 24
féllu undir áðurnefnda 12 gr., væri eigi unnt að vísa þess- um kröfulið sérstaklega frá dómi. 1 forsendum dómsins var fallizt á þessa síðastnefndu skoðun stefnanda og síðan sagt, að þótt framangreindir víxlar liafi ckki verið stimplaðir, varðaði það hvorki frá- vísun málsins í hcild né á einstökum þáttum þess, en liins vcgar bæri skv. 53. gr. laga nr. 75/1921 að kæra þetta brot til sckta. Þar sem ckki hafði vcrið krafizt málskostn- aðar, þegar þessi þáttur málsins var fluttur munnlega, var hann ekki dæmdur. (Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. febrúar 1968). Um lán. D fyrir hönd ófjárráða sonar síns, S, höfðaði mál gegn T fyrir hönd ófjárráða sonar hans, M, til greiðslu skaða- bóta að fjárhæð kr. 14.140.00 ásamt vöxtum og máls- kostnaði. Málavextir voru þcir, að stefnandinn, S, var gestur á hcimili stefnda, M, þar scm S og annar maður ncyttu áfengis. Morguninn eftir l'ór M á bíl S til að snæða á veit- ingastað, en keypti í leiðinni mat handa S og hinum mann- inum, að lieiðni þeirra samkv. skýrslu M og liafi S boðizt til að lána M bifrcið sína í þennan leiðangur. Á lieimleið- inni ók M á ljósastaur. Hann kvaðst hafa verið á 35 km hraða, cn í ljós kom, að vinstri hjólbarði var sprunginn. Ekki fór fram rannsókn á því, livort sprungið hefði á framhjólinu fyrir árcksturinn eða um leið og hann varð. Hemlaför mældust 12 m, en „skrensför“ 16 m. S krafði M um greiðslu á kr. 30.000.00 i bréfi. M neitaði að greiða. S lét þá dómkveðja matsmenn og varð niðurstaða mats- ins, að það kostaði kr. 14.140.00 að bæta úr skemmdum á bifreiðinni. S höfðaði mál til greiðslu þessarar fjárliæðar. Byggði hann skaðabótakröfu sína á því, að stefndi, M, bæri fébótaábyrgð á tjóninu skv. almennu skaðabótaregl- unni, sbr. og 1. mgr. 16. kafla þjófabálks Jónsbókar. Stefndi liafi fengið bifreiðina að láni samkvæmt beiðni, 22 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.