Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Side 25
og af' ummerkjum af slysstað mætti sjá, að hemlaför liafi verið 12 metrar og „skrensför“ 16 metrar. Benti þetta til þess, að stefndi hafi ekið ógætilega og of hratt miðað við aðstæður, og hæri hann því fulla fébótaábyrgð á tjóni stefnanda. Stefndi, M, studdi sýknukröfu sína þeim rökum, að hann bæri ekki ábyrgð á tjóninu skv. nefndum kafla Jónsbókar, þar sem hann hafi ekki haft bifreiðina að láni í skilningi nefnds ákvæðis þjófabólks, heldurhafi hann verið með hana til þess að reka erindi stefnanda. Þá benti stefndi á, að hemlar bifreiðarinnar hafi verið lélegir og svo sem fram liefði komið í málinu, liafi það verið orsök þess, hvernig fór. Gæti hann því ekki borið fébótaábyrgð á tjóni þessu samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu, enda Iiafi hann ekki ekið gáleysislega i umrætt sinn miðað við að- stæður. Loks taldi stcl'ndi, að málskostnaður ætti að falla niður, þar scm hann hefði upphaflega verið krafinn um kr. 30.000.00, eu mat hafi síðan lækkað þá fjárhæð gífur- lega. Með sömu rökum ætti stefnandi sjálfur að bei-a allan matskostnað. I forsendum dómsins segir, að stefndi, M, hafi haft bif- reið stefnanda að láni, cr slysið vildi til. Hafi hann því borið ábyrgð á liinu léða, skv. 1. mgr. 16. kafla þjófabálks Jónsbókar og tn-eyti það eigi þeirri niðurstöðu, að M hafi í framangreindri ferð einnig ætlað að reka crindi stefn- anda, S, og hins mannsins. Var því stefndi, M, dæmdur til að greiða bætur, og var mat hinna dómkvöddu manna lagt til grundvallar og sagt, að þvi hafi ekki verið hnekkt. Málskostnaður var felldur niður, og var þar tekið tillit til rökstuðnings stefnda, M. (Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. marz 1968). Utstrikanir á víxlum og1 handhöfn víxla. Otgefandi stefndi samþykkjanda til greiðslu víxilskuld- ar. Samþykkjandinn krafðist sýknu og studdi þá kröfu þeim rökum, að víxillinn, sem stefnandi byggði rétt sinn á, væri kvittaður af Búuaðarbauka Islands þ. 3. marz 1966 Tímarit lögfræðinga 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.