Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 9
Ljóst er, að á þessu eina ári verða ekki leyst af hendi öll þau verkefni, sem fyrir liggja, kvennaárið er aðeins byrjunin. Ætlun Sameinuðu þjóðanna er, að unnið verði að þessum verkefnum kvennaársins bæði á alþjóðlegum vettvangi og innan hvers aðildarríkis fyrir sig. Á alþjóðlegum vettvangi mun starfið beinast að því að rétta hag þeirra kvenna, sem verst eru settar í heiminum í dag, og að því að uppiýsa þær um sín sjálfsögðu mannréttindi. Til þess að árangur náist, þarf samstillt átak allra þjóða, sem lengra eru komnar í þróuninni. Innan aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna verður þessi jafnréttisbarátta efiaust mismunandi, vegna þess að í sumum þessara landa berjast konur enn við það að fá jafnrétti sitt viðurkennt af löggjafarvaldinu, og að fá sömu pólitísk rétt- indi og karlmenn. Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu tryggt konum þessi réttindi, en jafnvel meðal þeirra þjóða er baráttan langt frá því að vera á enda. Hvað ísland áhrærir, verður að telja, að konur hafi öðlast lagalegt jafn- rétti á við karlmenn. Jafnréttisákvæði er ekki í stjórnarskrá landsins, og spurning gæti verið, hvort það ætti ekki rétt á sér þar. Hinsvegar verður ekki talið, að það sé nauðsynlegt til þess að tryggja lagalegt jafnrétti kynjanna. Það er hægt að tryggja með almennum lögum, auk þess sem jafnréttishug- takið á sér eflaust mjög djúpar rætur í réttarvitund almennings. Þrátt fyrir lagalegt jafnrétti er Ijóst, að konur hafa ekki notið þess sem skyldi, hverjar svo sem ástæðurnar kunna að vera. Ekki verður þó talið, að hér sé eingöngu konum um að kenna. Ekki er ólíklegt, að rótgróin viðhorf fólks til þess, hvað sé hlutverk konunnar í þjóðfélaginu, ráði hér nokkru um. Til þess að fullkomið jafnrétti náist, þarf breyting að verða hér á. Hvað konur snertir, þarf breytingin fyrst og fremst að felast í auknum möguleikum til starfa af ýmsu tagi og í auknum möguleikum, til þess að taka þátt í stjórnmál- um og þjóðfélagsmálum. Til þess að svo verði, þurfa konur að standa sam- an, en jafnframt þurfa þær á hvatningu að halda, bæði frá karlmönnum og opinberum aðilum. Hvað karlmenn áhrærir, þurfa þeir að taka á sig aukna ábyrgð á heimilishaldi og uppeldi barna sinna, vegna þess að ekki eru allar konur gæddar þeim dugnanði að geta gegnt tveimur hlutverkum í þjóðfélag- inu, þ.e. að standa jafnfætis karlmanninum ( atvinnulífi og þjóðfélagsmálum og annast jafnframt heimilishald og uppeldi barna sinna. Misrétti hefur verið og er eflaust mest í launamálum og þeirri tilhneigingu að meta hin svonefndu „kvennastörf" til lágra launa. Ýmis önnur mál mætti taka til athugunar. Mál sem eru konum e.t.v. fremur tilfinningamál, en að þau snerti réttindi þeirra. Mætti í því sambandi nefna það, hvort ekki ætti að gera það að almennri reglu, að hjón telji fram til skatts sitt í hvoru lagi. Fyrst farið er að minnast á skattamál, má minnast á 3. gr. 2. mgr. I. um tekjuskatt og eignaskatt, þar sem heimild er til þess að draga helming frá tekj- um eiginkonu áður en tekjur hjónanna eru skattlagðar. Sýnist mörgum sem ákvæði þetta sé ósanngjarnt bæði í garð karla og kvenna. Eflaust mætti tiltaka ýmislegt fleira, en verður ekki gert í þessu stutta spjalli. Aðalatriðið er, að með samstilltum vilja getum við leyst úr öllum ágreiningsmálum og tryggt það, að hæfileikar allra þjóðfélagsþegna fái notið sín, hvort sem þeir eru karlar eða konur. Kristjana Jónsdóttir. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.