Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 44
Framsögumenn voru W. Weincke skrifstofustjóri, Danmörku, Gorm Bække-
lund skrifstofusttjóri, Noregi, Jan Gehlin, formaður sænska rithöfundasam-
bandsins, og prófessor Osmo A. Wiio, Finnlandi. Margt athyglisvert kom fram
í þessum umræðum, sem ekki er rúm til að rekja hér.
Á þriðja degi þingsins, sem var í rauninni aðaldagur þess, var rætt um
þýðingu höfundaréttarins í þjóðfélagi nútímans („Upphovsráttens funktion i
dagens samhálle"). Framsögumenn um þetta efni voru prófessor Seve Ljung-
man, Svíþjóð, jur. kand. Tom Grönberg, Finnlandi, prófessor Mogens Koktved-
gaard, Danmörku, og Sigurður Reynir Pétursson, hrl.
Kveikjan að umræðum þingsins um þetta efni og reyndar þinghaldinu
sjálfu voru ummæli norska ráðherrans Bjartmar Gjerde í ræðu á sl. ári í
sambandi við fyrirhugaða endurskoðun norrænu höfundalaganna. Þar sagði
hann, að „antagelig skulle man bli nödd til á ta opp til vurdering sporgs-
málet, om visse grunnleggende principper i den nordiske opphavsrettslov-
givningen er tilstrækkeligt i pakt med den sociale og kulturelle utvikling i
váre samfunn." Þessi ummæli, sem skilin voru á þann veg, að hér hefði
ráðherrann í huga afnám eða þjóðnýtingu hins einstaklingsbundna höfunda-
réttar, ollu miklu fjaðrafoki í röðum höfunda og höfundasamtaka á Norður-
löndum, sem ásamt kunnáttumönnum á sviði höfundaréttar snerust mjög hart
gegn hugmyndum ráðherrans í þessu efni og töldu, að frekar bæri að styrkja
einstaka þætti höfundaréttarins en veikja. Hins vegar hefur sænski ráðherrann
Lidbom látið í Ijós svipaðar skoðanir og Gjerde.
í framsöguræðu sinni rakti prófessor Seve Ljungman, einn virtasti fræði-
maður á Norðurlöndum á sviði höfundaréttar, sögu þessara réttinda og benti
m.a. á, að í hinum persónubundna höfundarétti væri fólgin mikil hvatning til
listsköpunar, auk þess sem hann tryggði sjálfstæði höfunda gagnvart stjórn-
völdum. Varaði hann mjög við afturhvarfi til „almannaréttar" á þessu sviði,
a. m. k. meðan einstaklingsbundinn réttur væri á öðrum sviðum í heiðri hafður.
Tom Grönberg taldi hins vegar, að minni þörf væri fyrir höfundarétt nú en
áður, eftir að ríki og ýmiss konar sjóðir hefðu með allskonar styrkjum og
fjárveitingum í raun yfirtekið hlutverk hans í nútíma samfélagi.
í framsöguræðu minni vék ég m.a. að því, að við íslendingar hefðum lengst
af búið við „almannarétt" í þessu efni. Þrátt fyrir löggjöfina frá 1905 og 1943
hefðu menn og stofnanir eigi að síður í flestum tilfellum notað verk höfund-
anna án leyfis þeirra og án þess að greiða gjald fyrir. Hörð barátta höfunda-
samtaka síðustu 25 árin hefði hinsvegar snúið dæminu gjörsamlega við.
Væri ekki aðeins, að grundvallarreglur höfundaréttar væru nú í heiðri hafðar
á islandi heldur hefðu islendingar nú sett sér nýja löggjöf um höfundarétt,
sem tæki fram flestum öðrum höfundalögum að því er varðar ríka höfunda-
vernd. Löggjöf þessi hefði verið einróma samþykkt á Alþingi íslendinga, og
sýndi það betur en flest annað hið gjörbreytta viðhorf manna hér á landi í
þessu efni. Væri öruggt, að á íslandi væri nú enginn vilji fyrir því að hverfa til
almannaréttarins á nýjan leik. Af hinum ýmsu nýmælum í íslensku höfunda-
lögunum vöktu ákvæði þeirra um skilyrðislausa þóknun til höfunda fyrir afnot
verka við kirkjulegar athafnir langmesta athygli, og þá eigi síður hversu giftu-
samleg og árekstrarlaus framkvæmd þessa ákvæðis hefði orðið.
Mjög miklar umræður urðu að loknum framsöguerindunum, og voru flestir
ræðumenn á einu máli um að viðhalda bæri og treysta hinn einstaklings-
38