Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 25
eru á Bandaríkj aþingi og gilda una öll Bandaríkin, og hins vegar lög hinna einstöku ríkja (State Law), sem þau setja sér og gilda eingöngu innan viðkomandi ríkis. Þetta kerfi leiðir til þess, að í Bandaríkjunum eru tvenns konar dómstólar: alríkisdómstólar (Federal Courts) og dóm- stólar hvers ríkis (State Courts). Alríkisdómararnir eru skipaðir af forseta Bandaríkjanna með sam- þykki þingsins. Skipun þessi er til lífstíðar „on good behavior“ sem kall- að er. En það er að þeir aðhafist ekkert það í starfi sínu eða einkalífi, er varpað geti rýrð á mannorð þeirra eða dómaraembættið. Alríkisdóm- urum verður ekki vikið úr embætti gegn vilja sínum, nema með dómi, og laun þeirra má ekki skerða, meðan þeir gegna embætti. Á þetta að tryggja sjálfstæði þessara dómara, enda leggja Bandaríkjamenn á það höfuðáherslu, og dómstólar vestur þar eru afar sjálfstæðir og því mjög sterkt þjóðfélagsafl og dómarastarfið nýtur þar mikillar virðingar. Árs- laun alríkisdómara eru $ 42.500,00, nema dómara í Hæstarétti Banda- ríkjanna, sem fá greidda $ 60.000,00 og forseti Hæstaréttar $ 62.500,00. Þó að okkur finnist þetta há laun, er samt svo, að menn lækka yfirleitt í launum, er þeir verða dómarar þar í landi. Þetta stafar af því, að oft- ast verða menn ekki dómarar í Bandaríkjunum, fyi’r en þeir eru orðnir þekktir og virtir lögmenn. Því marki ná menn venjulega ekki, fyrr en um fimmtugsaldur, en þá geta árslaun þeirra verið 100 þús. — 200 þús. dollarar, og einstaka sinnum enn hærri. Þetta eru dágóð laun, þegar það er haft í huga, að bensínlíterinn kostar 12 krónur og skozka wiskí- flaskan $ 6.00. Alríkisdómstigin eru þrjú. Lægsta dómstigið er U.S. eða „Federal District Courts“, sem eru 97 talsins. 1 sumum ríkjum eru fleiri en einn dómstóll og í einstaka fleiri en þrír. Það fer eftir því, hversu fjölmenn ríkin eru. Úrlausnum þessara dómstóla má skjóta til áfrýjunardóm- stóla, er kallast „Circuit Courts“. Þessir dómstólar eru alls 11 og eru nokkur ríki um hvern „Curcuit Court“, og dómarar 3—9 í hverjum rétti. Nafnið „Circuit Courts“ á sér sögulega skýringu því að fyrrum fóru dómarar þessir á hestbaki um lögsagnarumdæmi sín. Orðið cir- cuit er samstofna orðinu circus, þ.e. hringur. Og dómararnir áttu að ljúka að ríða einn hring um sitt umdæmi á hverju ári og afgreiða þau mál, sem lögð voru fyrir þá. Þaðan stafar þetta skringilega orð. Æðsta alríkisdómstigið er svo Hæstiréttur Bandaríkjanna „The Sup- reme Court of the United States“. Hann er skipaður 9 dómurum, þar af dómsforseta, sem skipaður er sem slíkur, en ekki kosinn af dóm- endum úr sínum hópi, eins og hér á landi. Þótt dómstigin séu þrjú, má segja, að í raun séu þau ekki nema tvö, 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.