Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 29
slæmt ástand hjá okkur í þessum málum. Oft þarf að hafa mörg réttar-
höld í máli vegna þess, hve treglega gengur að ná vitnum fyrir dóm. En
hér getum við lært af Bandaríkj amönnum og lögboðið vitnastefnur sem
óf rávíkj anlega reglu.
Mér þykir rétt að vekja sérstaka athygli á því, að í Bandaríkjunum
er það aðalreglan að leita álits sérfræðinga með því að kveðja þá fyrir
rétt og beina til þeirra spurningum. Er þetta önnur aðferð en hér á
landi, þar sem yfirleitt er leitað skriflégi’ar álitsgerðar sérfræðinga.
Þegar gagnaöflun og yfirheyrslum er lokið, flytja lögmenn málið,
eins og hér á landi, nema þeir gera það með öllu meh’i bravúr og leik-
rænum tilþrifum vegna kviðdómsins. Þegar því er lokið, tekur dómarinn
við og reifar höfuðatriði málsins fyrir kviðdómendum og leiðbeinir þeim
um hin lagalegu atriði. Þetta kallast á bandarísku lagamáli: „Charging
the Jury“. Dómarinn byggir þessar leiðbeiningar m.a. á minnispunkt-
um, sem hann hefir ritað, meðan á réttarhaldinu stóð. Hins vegar er
ekki vélritað af hraðritunai'borðunum, nema máli sé áfrýjað. Kviðdóm-
urinn fær því ekki endurrit af yfirheyrslunum, áður en hann tekur
ákvörðun, heldur verður hann að byggja á því, sem hann man úr yfir-
heyrslunum. Niðurstöður kviðdóma eru ekki rökstuddar.
Um niðurstöðu kviðdóms er það annars að segja, að í refsimálum
þurfa allir kviðdómendur að vera sammála um niðurstöðuna, en í einka-
málum ræður meiri hlutinn í sumum ríkjum t.d. Texas. 1 málum, þar
sem kviðdómur dæmir, þarf dómari ekki að semja neinn dóm. Ef við
tökum t.d. slysamál, þá tekur kviðdómurinn bæði ákvörðun um skaða-
bótaskyldu og upphæð bóta.
í þeim málum, þar sem ekki er notast við kviðdóm, verður dómari að
sjálfsögðu að semja dóm. En hafa ber í huga, að þeir hafa aðstoðar-
menn til að kanna fyrir sig heimildir og semja uppkast að dómum. Þá
fannst mér atvikalýsing dóma í Bandaríkjunum mun styttri en hér á
landi, en rökstuðningur ítarlegri og persónulegri. Finnst mér sjálf-
sagt að taka þessi vinnubrögð til fyrirmyndar, því að dómar eru að
mínu viti of langir hjá okkur og í sumum tilfellum allt of langir, þegar
verið er að taka upp hvert málsskjalið innan gæsalappa á fætur öðru.
Má segja, að í sumum tilfellum sé ekki um dóm að ræða, heldur aðfarar-
hæfa skjalahrúgu. Og hafa ber einnig í huga, að í Bandaríkjunum kveða
dómarar upp mikinn fjölda dóma án nokkurs rökstuðnings. Það er í hin-
um svonefndu „Small Claims Cases“. En það eru mál út af lágum fjár-
hæðum, eins og nafnið bendir til. Ef dómkrafa fer fram úr ákveðinni
hámarksupphæð, er ekki heimilt að nota þessa málsmeðferð, enda er
hún mjög einföld og greiðfær. Þessi hámarksupphæð er breytileg eftir
23