Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 22
blóði en í þvagi, þegar jafnvægi er komið á. Fyrrgi'eind hlutfallstala bendir því til þess, að sú hafi yfirleitt verið reyndin í þeim liðlega 40 dauðsföllum, sem að var vikið. Við drykkju má búast við, að jafnvægi sé náð eftir 1—2 klst. Tímalengd þessi er þó talsvert breytileg m.a. vegna þess, að fæða í maga getur dregið mjög úr og seinkað frásogi etanóls. Öll blóðsýni, er hér ræðir, eru tekin úr bláæð (venu). 1 upphafi drykkju kemst fyrst á jafnvægi milli þéttni etanóls í heila og í slag- æðablóði, en síðar jafnast magn etanóls í heila og slagæðablóði við blá- æðablóð og þá við aðra vökvafasa í líkamanum, þar á meðal þvag, sbr. að framan. Þéttni etanóls í blóði því, er um lungun rennur, er hins veg- ar ætíð sem næst hin sama og þéttni í heila. 1 byrjun alkóhóldrykkju gefur því ákvörðun á magni etanóls í útöndunarlofti, sem stendur í réttu hlutfalli við þéttni þess í blóði í lungum, réttari upplýsingar um þéttni í heila en ákvarðanir í bláæðablóði (Forney & Hughes 1968). Þetta gæti þannig skýrt, hvers vegna magn etanóls í blóði (bláæða- blóði) þykir í vissum tilvikum minna en niðurstöðutölur mælinga alkó- hóls í útöndunarlofti eða hegðun hlutaðeigenda gefa tilefni til að ætla, að rétt sé. Á hverju ári berast fáein bruggsýni til rannsóknar frá lögregluyfir- völdum. Á mynd 1 B má sjá hinn mikla topp fyrir ísóamýlalkóhól, sem virðist vera einkennandi fyrir brugg eða „landa“ og valda mestu um „landalykt", sem velþekkt er. Hins vegar er athyglisvert, að metanól er ekki í „landa“ og meira magn er af n-própanóli í whisky en í „landa“ (mynd 1 A og B). Má rekja þennan mun til mismunandi aðstæðna við framleiðslu og til efna, sem notuð eru til gerjunar. Mjög lítið var af þungum alkóhólum (hægra megin við etanól í mynd 1 C) í Spiritus fortis, enda eru slíkar sprittlausnir sérstaklega hreinsaðar. Ágrip. Lýst er aðferð, er nefnist gasgreining á súlu (gas chromatography) og mjög hefur rutt sér til rúms á síðari árum til ákvörðunar á etanóli og öðrum alkóhólum (og ýmsum öðrum efnum). Kostir þessarar að- ferðar er mikið næmi (allt að 30 nanóg af etanóli) og mikil hæfni til sundurgreiningar á náskyldum efnum og enn fremur, að önnur efni trufla ekki ákvarðanir á etanóli með aðferð þessari. Ef þéttni alkóhóls (etanóls) í blóði er meiri en 1%0, eru vikmörk frá miðtölugildi mest 10%. Ef þéttni alkóhóls í blóði er 1%0 eða minni, er venja að telja vik- mörk frá miðtölúgildi 0,10%o. Á tímabilinu 1. 9. 1972 — 31. 8. 1973 voru rannsökuð samtals 2130 blóðsýni (tekin úr bláæð), er lögreglu- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.