Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 28
ástæðu, en eftir það þarf að rökstyðja ruðning. Getur verið mjög tíma- frekt að velja kviðdóm, og tekur það stundum marga daga.. Eftir að kviðdómurinn hefir verið valinn, gera lögmenn grein fyrir höfuðatriðum máls og dómari útskýrir fyrir kviðdómendum skyldu þeirra og brýnir sérstaklega fyrir þeim að ræða ekki um málið, hvorki innbyrðis né við aðra. Síðan eru kviðdómendum sýnd gögn málsins og eftir það hefjast yfirheyrslur yfir aðiljum, vitnum og sérfræðingum. Er allt sem sagt er tekið orðrétt upp á hraðritunarvélar, sem sérþjálf- aðir hraðritarar stjórna af undraverðri leikni og hraða. Þessar vélar eru útbúnar með sérstökum táknum, sem rituð eru á langan hvítan borða, sem leggst jafnharðan niður í hólf. Ef máli er áfrýjað, þarf að vélrita af þessum borðum, þar sem ekki er fyrir aðra en sérfræðinga að lesa úr þessum táknum. Hins vegar var mér tjáð, að nú væri unnið að tilraunum með sérstaka vél, sem á að taka á móti hinu talaða orði og breyta því jafnharðan í ritað mál. Þessar tilraunir eru vel á veg komn- ar. Enn hefir þó ekki tekist að fullkomna vélina, þar sem nokkur hljóð valda örðugleikum. Menn eru þó vongóðir um, að unnt verði að leysa þá erfiðleika. Meðan yfirheyrslur standa yfir, leysir dómari úr öllum ágreiningi þegar í stað og munnlega. Oftast er þetta ágreiningur út af spurningu til vitnis. Segir þá sá lögmaður, sem vill mótmæla spurningu: „Object- ion“ og dómarinn sker þegar í stað úr munnlega með því að segja annað hvort: „Objection sustained“ (mótmæli tekin til greina) eða „Objection overruled" (mótmælum hafnað). Þessar ákvarðanir kallast „Rulings". Þær geta síðar orðið grundvöllur áfrýjunar eða endurupptöku máls („Trial de novo“). Þegar ég sagði dómurunum, að skv. ísl. réttarfars- lögum þyrftum við að semja skriflega úrskurði út af slíkum ágreiningi, áttu þeir ekki orð til að lýsa undrun sinni, og ég minnist þess, að yfir- borgardómarinn í San Francisco sagði umsvifalaust: „But that is mere lunacy“. Og það er rétt: „Þetta er hreint brjálæði". Þessu verður að breyta. Annað atriði, sem ég vil vekja athygli á í þessu sambandi, er stund- vísi vitna og annarra þeirra, sem mæta fyrir rétti í Ameríku. Ég hygg, að ég hafi setið í um það bil 30 réttarhöldum, meðan ég vai' vestanhafs. Aldrei kom það fyrir, að rétturinn þyrfti að bíða eftir lögmönnum, aðilj- um eða vitnum. Notaðar eru vitnastefnur. Mér var sagt, að ef lögmaður vitnastefndi ekki, heldur treysti á loforð vitnis um að mæta, væri það algerlega á hans ábyrgð. Ef vitni kæmi ekki, hefði lögmaðurinn í mörg- um tilvikum glatað tækifæri til að leiða það, því að réttarhaldi er ekki frestað, þegar um slíkan trassaskap er að ræða. Eins og menn vita ríkir 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.