Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 11
Jóhannes Skaftason og Þorkell Jóhannesson: ÁKVARÐANIR Á ALKÓHÓLI (ETANÓLI) í BLÓÐI Ákvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóðsýnum, er tekin eru úr farþeg- um og ökumönnum vegna gruns um brot á umferðarlögum, hófust í Rannsóknastofu í lyfjafræði 1. 9. 1972. Með því að við þessar rannsókn- ir er notuð önnur tækni, gasgreining á súlu, en áður tíðkaðist, þótti rétt að kynna lögfræðingum helstu atriði þessarar aðferðar og skýra frá í yfirlitsformi niðurstöðutölum alkóhólákvarðana þessara fyrsta ár- ið, þ.e.a.s. á tímabilinu 1. 9. 1972 — 31. 8.1973. Orðið alkóhól (eintala) er í þessari ritgerð látið tákna etanól, nema annars sé sérstaklega getið. Orðið þéttni er látið tákna „koncentration“ alkóhóla í lausnum (1 %0 o.s.frv.). Þégar betur þykir á fara, er ritað magn í stað þéttni (t.d. magn etanóls í blóði var í%0 o.s.frv.). Aðferðarlýsing Aðferð sú til ákvörðunar á alkóhóli (etanóli), sem notuð er í Rann- sóknastofu í lyfjafræði, byggist á mismunandi leysanleika alkóhóla í fínkornóttu gerviefni, Chromosorb 102, sem er fjölefnungur stýrendí- vínýlbenzens. Eru rör úr stáli, oftast nefnd súlur, fyllt með þessu efni. Köfnunarefni (A 48, Alfax, 99,995% hreint) er blásið gegnum súlu þessarar gerðar við 140°. Ef vatnslausn, er inniheldur blöndu af alkó- hólum, er sprautað inn í súluna (til þess eru notaðar nákvæmnisspraut- ur af gerðinni „Precision Sampling", er taka 10 míkról), flytur köfn- unarefnið vatn og hin ýmsu alkóhól í gegn í loftkenndu formi, en mis- hratt végna mismunandi leysanleika þeirra í gerviefninu. Vatn kemur fyrst i gegn, þá metanól (tréspíritus), því næst etanól (alkóhól), n- própanól o.s.frv. Við útblásturinn úr súlunni (hinn enda súlunnar) er efnagreinir, er greinir lofttegundir, svokallaður blossagreinir, sem er í sambandi við rita, er ritar bylgju (topp), þegar alkóhól koma í grein- inn. Stærð (eða hæð) toppsins, er ritinn ritar, er í réttu hlutfalli við magn þess eða þeirra alkóhóla, er koma í greininn. Dæmi um slíka 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.