Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 15
R
MYND 3.
Sýnt er línulegt samband milli þéttni etanóls í samanburðarlausnum annars vegar
(abscissa) og hlutfallsins R (hæð etanóltopps/hæð n-própanóltopps) hins vegar
(ordinat). Þéttni etanóls í samanburðarlausnum var: 0,31%», 0,65%c, l,29%e, 1,96%»,
2,63%» og 3,33%» (w/v). Hver punktur er meðaltal þriggja tvöfaldra ákvarðana á þéttni
etanóls í hlutaðeigandi lausn. Hliðrun línunnar frá núllpunkti er táknuð með a. Línan
sker abscissuásinn við 0,12%» etanólþéttni, en í reynd hættir línan að vera bein rétt
neðan við 0,3%» og liggur í boga þaðan að núllpunkti. Sjá enn fremur texta.
ekki verið sett varðandi mat á niðurstöðutölum alkóhólákvarðana í þvag-
sýnum, svo að vitað sé.
Niðurstöðutölur og athuganii-
Alls bárust 2130 blóðsýni frá lögregluyfirvöldum vegna gruns um
brot á umferðarlögum á tímabilinu 1. 9. 1972 — 31. 8. 1973. Blóðsýni
eru tekin úr bláæð (venu). 1 töflu 1 er fjöldi sýna sundurliðaður eftir
embættum. Ekki þótti taka því að reikna út fjölda sýna miðað við íbúa-
tölu á Keflavíkurflugvelli, þar eð vitað er, að mörg sýni eru tekin úr
aðkomumönnum, en tala fastra íbúa er þar tiltölulega lág. Ætla má einn-
ig, að aðkomumenn rugli nokkru um fjölda sýna miðað við íbúatölu í
a.m.k. Reykjavík, Akureyri og Keflavík.
9