Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 17
Frá 11 embættum voru send fleiri en 40 sýni samtals (46—1035), frá 12 embættum bárust færri en 40 sýni (6—17) og frá 2 embættum, Ólafsfirði og Strandasýslu, bárust engin sýni. Svo virðist sem nokkuð skörp skil séu milli embætta í tveimur fyrsttöldum hópum. Húsavík er neðst í fyrsta hópnum með 46 sýni, en Húnavatnssýslur eru efstar í öðrum hópnum með 17 sýni alls. Ef litið er á fjölda sýna miðað við íbúafjölda (fjöldi sýna á hverja 1000 íbúa) hjá þeim 11 embættum, er flest sýni sendu, kemur í ljós, að hlutfallstalan er á bilinu 6,7 — 17,2. Eru hlutfallstölur hæstar í Kefla- vík og Reykjavík. Hlutfallstölur voru lægri en þessu nemur hjá öllum 12 embættum, er sendu færri en 40 sýni, ef undan er skilin Dalasýsla. Þaðan bárust 10 sýni og hlutfallstalan var 8,7. Sé hins vegar litið á dreifingu alkóhólmagns í sýnum frá þeim 11 embætttum, er flest sýni sendu, kemur í ljós, að dreifingin er að verulegu leyti svipuð hjá hinum ýmsu embættum: A (0-0,99%c) : 24—36% B (1,00—1,99%0) : 41—52%0 C (2,00%o og meira) : 15—31%0 Einungis í síðasta flokknum, þar sem um mjög mikla ölvun er að ræða, má segja, að dreifingin sé verulega mismunandi milli embætta. Vægi þessa flokks er þó tiltölulega minna en hinna, þar eð einungis tæp- lega fjórðungur allra sýna er í þessum flokki. Fjöldi sýna frá hinum embættunum (færri en 40 sýni) er svo lítill, að eigi þykir rétt að ætla hundraðstölum varðandi dreifingu alkóhól- magns marktækt gildi. Er og vafasamt, hvert gildi hlutfallstölur þær, er áður greinir, hafa í þessum umdæmum vegna þess, hve sýni þaðan voru fá talsins. Á mynd 4 er sýnd töluleg dreifing allra sýna eftir alkóhólmagni. Er sýnum skipt í sjö hópa (súlur á mynd 4) og síðan dregin hjálparlína, er snertir topp hverrar súlu. Kemur þannig fram, að dreifing alkóhól- magns í sýnunum er nærri því, sem vænta má við normdreifingu. Svo sem ráða má af töflu 1, er ljóst af mynd 4, að 1000 sýni eða um það bil 47% allra sýna eru á bilinu 1,0—1,99%0. Fjöldi sýna á bilinu 1,0—1,49%0 og á bilinu 1,5—l,99%c er um það bil jafnmikill (507 og 493). Athyglis- vert er, að einungis 246 sýni eða um 11% eru á bilinu 0—0,49%o. Á hinn bóginn voru 38 sýni (ca. 1,4%) með meiri þéttni en 3%0. Á mynnd 5 er sýndur sá fjöldi sýna, sem rannsökuð voru á hverjum mánuði frá september 1972 og til ágústloka 1973. Til samanburðar er sýndur fjöldi sýna, er rannsökuð voru á hverjum mánuði fyrstu sex mánuði ársins 1974. Þess skal getið, að sýni eru tekin til rannsóknar einu 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.