Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 23
yfirvöld sendu til ákvörðunar á alkóhóli vegna gruns um brot á um- ferðarlögum. Frá 11 embættum bárust fleiri en 40 sýni, en frá öðrum embættum bárust mun færri sýni og frá tveimur embættum bárust alls engin sýni. Fjöldi sýna miðað við 1000 íbúa í þeim 11 embættum, er sendu fleiri en 40 sýni, var nokkuð mismunandi, en þó eigi meiri en svo, að vafasamt er, hvort marktækur munur er á embættum í þessu tilliti. Sundurliðun sýna með tilliti til magns alkóhóls í blóði benti held- ur ekki til þess, að verulegur munur væri á árvekni lögregluyfirvalda í hinum ýmsu umdæmum né á drykkj uháttum manna á þessum stöð- um. Niðurstöðutölur alkóhólákvarðana bentu hins vegar eindregið til þess, að magn alkóhóls í blóði hefði að meðaltali verið um það bil 1,50%0 og einungis í 11% sýna var magn alkóhóls minna en 0,50%o. Með til- liti til þessa og eins hins, að fjöldi sýna svarar til þess, að tekið hefði verið blóð úr sem næst einum af hundraði allra íbúa landsins, var álykt- að, að ölvun við akstur væri umtalsvert vandamál hér á landi. Mjög verulegar sveiflur voru í fjölda sýna, er bárust til rannsóknar á mánuði hverjum. Skýringar á þessu fyrirbæri eru ekki nærtækar. Bent er á, að rannsóknir á blóðsýnum og þvagsýnum, sem tekin eru samtímis, gefa á stundum mun fyllri upplýsingar um áfengisdrykkju manna en rannsóknir á annaðhvort blóði eða þvagi einu sér. Er lögi’egluyfirvöld- um bent á þessa staðreynd og eins hitt, að umferðarlög gera ráð fyrir því, að þvagsýni séu einnig tekin. Eins og nú háttar senda lögreglu- yfirvöld nánast aldrei þvagsýni til rannsóknar á alkóhóli. Að lokum er bent á notagildi gasgreiningar á súlu við rannsóknir á bruggsýnum og öðrum áfengistegundum. HEIMILD ASKRÁ: Chundela, B. & J. Janack: J. Forensic Med. 1960, 7,153. Curry, A.S., G.W. Walker & G.S. Simpson: Analyst, 1966, 91, 742. Curry, A.S.: Advances in Forensic and Clinical Toxicology. CRC Press, Cleveland, Ohio, 1972,17-28. Curry, A.S.: J. Chromatog. Sci. 1974, 12, 529. Fomey, R.B. & F.W. Hughes: Combined Effects of Alcohol and Other Drugs. Charles C. Thomas, Springfield, Illinois, 1968, 12 Hæstaréttardómur nr. 121/1964: Hæstaréttardómar 1966, 37, 2-8. James, A.T. & A.J.P. Martin: Biochem. J. 1951, 48, P VIII. James, A.T. & A.J.P. Martin: Biochem. J. 1952, 50, 679-690. Maschata, G.: Perkin Elmer Clinical Chemistry Newsletter 1972, 4, 29-32. Martin, A.J.P. & R.L.M. Synge: Biochem. J. 1941, 35,1358. Martin, A.J.P. & R.R. Porter: Biochem. J. 1951,49, 215-218. Umferðarlög nr. 40/1968 (sérprentun 1974). Wolthers, M.: Acta Med. Leg. Soc. 1956, 9, 325. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla Islands. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.