Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 23
yfirvöld sendu til ákvörðunar á alkóhóli vegna gruns um brot á um- ferðarlögum. Frá 11 embættum bárust fleiri en 40 sýni, en frá öðrum embættum bárust mun færri sýni og frá tveimur embættum bárust alls engin sýni. Fjöldi sýna miðað við 1000 íbúa í þeim 11 embættum, er sendu fleiri en 40 sýni, var nokkuð mismunandi, en þó eigi meiri en svo, að vafasamt er, hvort marktækur munur er á embættum í þessu tilliti. Sundurliðun sýna með tilliti til magns alkóhóls í blóði benti held- ur ekki til þess, að verulegur munur væri á árvekni lögregluyfirvalda í hinum ýmsu umdæmum né á drykkj uháttum manna á þessum stöð- um. Niðurstöðutölur alkóhólákvarðana bentu hins vegar eindregið til þess, að magn alkóhóls í blóði hefði að meðaltali verið um það bil 1,50%0 og einungis í 11% sýna var magn alkóhóls minna en 0,50%o. Með til- liti til þessa og eins hins, að fjöldi sýna svarar til þess, að tekið hefði verið blóð úr sem næst einum af hundraði allra íbúa landsins, var álykt- að, að ölvun við akstur væri umtalsvert vandamál hér á landi. Mjög verulegar sveiflur voru í fjölda sýna, er bárust til rannsóknar á mánuði hverjum. Skýringar á þessu fyrirbæri eru ekki nærtækar. Bent er á, að rannsóknir á blóðsýnum og þvagsýnum, sem tekin eru samtímis, gefa á stundum mun fyllri upplýsingar um áfengisdrykkju manna en rannsóknir á annaðhvort blóði eða þvagi einu sér. Er lögi’egluyfirvöld- um bent á þessa staðreynd og eins hitt, að umferðarlög gera ráð fyrir því, að þvagsýni séu einnig tekin. Eins og nú háttar senda lögreglu- yfirvöld nánast aldrei þvagsýni til rannsóknar á alkóhóli. Að lokum er bent á notagildi gasgreiningar á súlu við rannsóknir á bruggsýnum og öðrum áfengistegundum. HEIMILD ASKRÁ: Chundela, B. & J. Janack: J. Forensic Med. 1960, 7,153. Curry, A.S., G.W. Walker & G.S. Simpson: Analyst, 1966, 91, 742. Curry, A.S.: Advances in Forensic and Clinical Toxicology. CRC Press, Cleveland, Ohio, 1972,17-28. Curry, A.S.: J. Chromatog. Sci. 1974, 12, 529. Fomey, R.B. & F.W. Hughes: Combined Effects of Alcohol and Other Drugs. Charles C. Thomas, Springfield, Illinois, 1968, 12 Hæstaréttardómur nr. 121/1964: Hæstaréttardómar 1966, 37, 2-8. James, A.T. & A.J.P. Martin: Biochem. J. 1951, 48, P VIII. James, A.T. & A.J.P. Martin: Biochem. J. 1952, 50, 679-690. Maschata, G.: Perkin Elmer Clinical Chemistry Newsletter 1972, 4, 29-32. Martin, A.J.P. & R.L.M. Synge: Biochem. J. 1941, 35,1358. Martin, A.J.P. & R.R. Porter: Biochem. J. 1951,49, 215-218. Umferðarlög nr. 40/1968 (sérprentun 1974). Wolthers, M.: Acta Med. Leg. Soc. 1956, 9, 325. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla Islands. 17

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.