Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 11
Jóhannes Skaftason og Þorkell Jóhannesson: ÁKVARÐANIR Á ALKÓHÓLI (ETANÓLI) í BLÓÐI Ákvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóðsýnum, er tekin eru úr farþeg- um og ökumönnum vegna gruns um brot á umferðarlögum, hófust í Rannsóknastofu í lyfjafræði 1. 9. 1972. Með því að við þessar rannsókn- ir er notuð önnur tækni, gasgreining á súlu, en áður tíðkaðist, þótti rétt að kynna lögfræðingum helstu atriði þessarar aðferðar og skýra frá í yfirlitsformi niðurstöðutölum alkóhólákvarðana þessara fyrsta ár- ið, þ.e.a.s. á tímabilinu 1. 9. 1972 — 31. 8.1973. Orðið alkóhól (eintala) er í þessari ritgerð látið tákna etanól, nema annars sé sérstaklega getið. Orðið þéttni er látið tákna „koncentration“ alkóhóla í lausnum (1 %0 o.s.frv.). Þégar betur þykir á fara, er ritað magn í stað þéttni (t.d. magn etanóls í blóði var í%0 o.s.frv.). Aðferðarlýsing Aðferð sú til ákvörðunar á alkóhóli (etanóli), sem notuð er í Rann- sóknastofu í lyfjafræði, byggist á mismunandi leysanleika alkóhóla í fínkornóttu gerviefni, Chromosorb 102, sem er fjölefnungur stýrendí- vínýlbenzens. Eru rör úr stáli, oftast nefnd súlur, fyllt með þessu efni. Köfnunarefni (A 48, Alfax, 99,995% hreint) er blásið gegnum súlu þessarar gerðar við 140°. Ef vatnslausn, er inniheldur blöndu af alkó- hólum, er sprautað inn í súluna (til þess eru notaðar nákvæmnisspraut- ur af gerðinni „Precision Sampling", er taka 10 míkról), flytur köfn- unarefnið vatn og hin ýmsu alkóhól í gegn í loftkenndu formi, en mis- hratt végna mismunandi leysanleika þeirra í gerviefninu. Vatn kemur fyrst i gegn, þá metanól (tréspíritus), því næst etanól (alkóhól), n- própanól o.s.frv. Við útblásturinn úr súlunni (hinn enda súlunnar) er efnagreinir, er greinir lofttegundir, svokallaður blossagreinir, sem er í sambandi við rita, er ritar bylgju (topp), þegar alkóhól koma í grein- inn. Stærð (eða hæð) toppsins, er ritinn ritar, er í réttu hlutfalli við magn þess eða þeirra alkóhóla, er koma í greininn. Dæmi um slíka 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.