Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 6
ir hafi sagt við konu sína, er hún hafði alið Halldór, að það væri drengur er
hún hefði alið. Þá varð henni að orði: ,,Æ, ég vildi að hann yrði ekki mein-
laus“. Fór það mjög eftir.
Halldór Kr. Júlíusson fór ungur í skóla og kynntist snemma ferðavolki í
veglausu landi. I skóla naut hann mjög vegleiðslu afa síns Halldórs Kr. Friðriks-
sonar og dvaldi þá á heimili hans. Skólinn hét þá Latínuskóli og bar nafn með
réttu og nutu sín gömlu málin þar og settu æ sitt mark á Halldór. Varð hon-
um á seinni árum stundum tíðrætt um þá fjarlægu og friðsælu daga.
Halldór varð stúdent 18 ára gamall og þá harla ungur. Eftir það fór hann
til Kaupmannahafnar, nam þar lög við Hafnarháskóla og útskrifaðist hinn 3.
mai 1905.
Þegar heim kom varð hann bæjarfógetafulltrúi í Reykjavík. Kvað þar strax
að honum. Sá er þetta ritar man eftir því er gamall maður rifjaði upp minn-
ingar sínar og minntist þá á hinn skörulega uppboðshaldara er hann þá sá
í Bárubúð, en það var Halldór.
Hinn 1. apríl 1909 var hann skipaður sýslumaður í Strandasýslu og settist
þá að á Borðeyri. Þarna var hann síðan alla sína embættistíð, eða þar til
hann sagði embætti sínu lausu árið 1938 og flutti til Reykjavíkur.
Þegar Halldór flutti til Borðeyrar var þar margt öðruvísi en nú er. Þá var
annaðhvort að fara úr Reykjavík með strandferðaskipi eða með bátnum til
Borgarness og ríða þaðan yfir Borgarfjörð og Holtavörðuheiði til Borðeyrar.
Sjálf var Strandasýsla á þessum tíma erfið yfirferðar og ekki fær öðrum en
þarfasta þjóninum. Kunni Halldór þessum ferðalögum vel og rækti störf sín
þar í sýslu af mikilli kostgæfni.
Það var einkenni Halldórs að hann freistaði þess ávalt að gjöra sér grein
fyrir því hvort mál var mikilvægt eða lítilsvert. Slíkt er ómetanlegt fyrir dóm-
ara og rannsóknamenn. Eftir þeirri reglu fór hann mjög í allri sýslustjórn
sinni. Þannig varð hann stundum mannasættir, ef svo má segja, en við hrokafulla
ofstækismenn beitti hann fullri einurð og óvenjulegri hreinskiptni sinni og svip-
mikilli karlmennsku til þess að kveða niður alla óhlýðni. Fór því dómgæsla og
sýslustjórn öll honum vel úr hendi.
Á dögum Halldórs var og Strandasýsla meira hérað en nú er þar. Mikil
auðn hefir orðið þar sökum eyðingar bæja og ýmislegs ófarnaðar í hinni
norðlægu byggð. Á hans dögum stóð síldarævintýrið yfir fyrir Ströndum og
leiddi af sér aukin umsvif.
Þó er eins og mér finnist að starfssvið þarna hafi verið of lítið og fátæklegt
fyrir mann af gerð Halldórs og að hann hefði átt að glíma við önnur og
stærri verkefni, og fæ ég lítt skilið, að hann á sínum bestu árum skyldi
sætta sig við þessa sýslu og þetta starf.
En tækifærið kom upp í hendur hans áður en varði.
Árið 1927, við kosningar það ár, kom upp á Vestfjörðum nýtt og víðtækt
mál. Höfðu þá við heimakosningar er haldnar voru hjá hreppstjórum komið
fram nokkur atkvæði er ekki voru í samræmi við vilja og óskir þeirra er kosið
höfðu heima. Var hér vegið að sjálfu þjóðskipulaginu og verknaður því hinn
stórkostlegasti ef sannur reyndist. Heimakosningar reyndust þannig harla
hættulegar og voru fljótlega numdar úr lögum.
Nokkur hinna grunuðu heimaatkvæða bárust norður í Strandasýslu og
48