Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 29
4. Að lokum er rétt að fara fáum orðum um niðurstöður könnunar-
innar:
Niðurstöðurnar leiða fyrst og fremst í Ijós, að hlutfallslega eru
kveðnir upp óvenju margir gjaldþrotaúrskurðir á Tslandi, sé mið tekið af
öðrum Norðurlöndum. Úrskurðirnir eru óvenju margir í Reykjavík
og í umdæmum í nágrenni höfuðborgarinnar, en tiltölulega mun færri
í umdæmum úti á landi, einkum í sveitahéruðum.
Á sama hátt lýkur óvenju mörgum gjaldþrotaskiptum þannig, að
engar eignir koma fram. Þess konar lyktir skipta nema 80,59% af
öllum þeim skiptalokum, er könnunin náði til.
1 þeim fáum tilvikum, er eignir koma fram, fá almennir kröfuhafar
yfirleitt ekkert í sinn hlut — eða í 30 skiptum af 158. Líkur á því, að
eitthvað fáist greitt upp í almenna kröfu við gjaldþrotaskipti eru tæp-
lega 3%. Og virðist sú tala fara lækkandi með árunum.
Það vekur nokkra athygli, að gjaldþrotaskiptum er nær aldrei lokið
með gerð nauðasamnings milli þrotamanns og kröfuhafa. Og ekki er
sú staðreynd síður athýglisverð, að skiptameðferð virðist oft taka
langan tíma, t.d. var skiptum á 58 búum, er tekin voru til gjaldþrota-
meðferðar á árunum 1965—1969, ólokið í júlí 1975, sé mark takandi á
auglýsingum í Lögbirtingablaði. Skv. 37. gr. laga nr. 25/1929 er skylt
að birta auglýsingu um skiptalok í blaðinu.
Þá tíðkast, að bú sameignarfélaga séu tekin til gjaldþrotaskipta án
þess að eigendur þeirra, sem bera ótakmarkaða ábyrgð á skuldbinding-
um félaganna, séu jafnframt úrskurðaðir gjaldþrota. Og algengt er,
að skiptum sé lokið án þess að innköllun til lánardrottna sé nokkru
sinni gefin út. Skv. 6. gr. 1. 25/1929 á skiptaráðandi þó tafarlaust að
auglýsa gjaldþrotaskipti í Lögbirtingablaði og gefa jafnframt út inn-
köllun til lánardrottna.
Fleiri atriði mætti tína til, en hér verður látið staðar numið. Niður-
stöðurnar voru kynntar í heild á fundi, sem haldinn var þann 28. á'gúst
1975 að frumkvæði Lagastofnunar. Fundinn sátu fulltrúar frá flestum
þeim aðilum, er um gjaldþrotamál fjalla, þ. á m. skiptaráðendur í
Reykjavík og nágrenni. Á fundinum var skipst á skoðunum og komu
í þeim umræðum fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar og hugmynd-
ir um það, sem betur mætti fara í þessum efnum.
Ljóst er, að brýn þörf er á að endurskoða gjaldþrotaskiptalöggjöfina
og færa hana í nútímalegra horf. Vonandi er, að könnun sú á gjald-
þrotaúrskurðum á fimmtán ára tímabili, sem að framan er gerð grein
fyrir, geti orðið að gagni við þá endurskoðun.
71