Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 10
landsmála um áratugaskeið. Þaðan af síður ætla ég að meta hlut hans í
flokksmálum og flokksstarfi sérstaklega. Gætti þó áhrifa hans þar meira
en flestra annarra full 30 ár, og er flokksforystan óumdeilanlega einn mikils-
verðasti þátturinn í ævistarfi hans og persónusögu. En það segir sitt, að
hann mun hafa gegnt formennsku í stjórnmálaflokki lengur en aðrir, ef Ólafur
Thors er undanskilinn.
Um manninn sjálfan, Hermann Jónasson, mætti hins vegar skrifa lengra
mál í Tímarit lögfræðinga. Hermann var í hópi þeirra mörgu lagamanna fyrr
og síðar, sem gæddir hafa verið fjölþættum gáfum og hlaðnir áhugamálum
langt út fyrir sérgrein sína. Víst er auðvelt að sjá Hermann Jónasson fyrir
sér sem framgjarnan mann og valdsækinn. Varla dylst, að hann var gunn-
reifur í kosningabaráttu og öðrum stjórnmálasviptingum. Hann mun vafa-
laust hafa fundið nautn þess að berjast þar sem harðast var barist að víga-
mannasið. Þannig fer flestum, sem finna máttinn í sjálfum sér. En aldrei
réðst hann á garðinn þar sem hann var lægstur. Og ekki sóttist hann eftir
ófriði, — nema síður væri. 1 raun réttri var Hermann Jónasson friðsemdar-
maður og hófstillingarmaður. Þótt kappsfullur þætti hann og framgjarn, var
hann mjög aðgætinn, þegar mikið lá við, og óflasgjarn. Oftar mun hann
hafa beitt sér sem málamiðlari en ofurkappsmaður, enda var hann það ekki
í eðli sínu. Aftiur á móti var Hermann Jónasson heimslystamaður í góðri
merkingu þess orðs. Hann naut bókmennta og annarra fagurra lista. Hann
var málhagur og ágætlega ritfær og vandaði ræður sínar og ritgerðir. Hann
lét ekki vaða á súðum, ef hann tók til máls eða drap niður penna. Hann var
hagorður að gömlum sið, og hafa sumar vísur hans orðið landfleygar vegna
þess að þær eru einlægar og listrænar:
Ævi mín var eintóm leit
eftir vilitum svani.
En ég er, eins og alþjóð veit,
aðeins kollubani.
Ég hef orðið þess var, að Hermanni Jónassyni varð mjög gott til vina. Þar
á ég ekki við samherja í stjórnmálum og fylgispaka kjósendur, þaðan af
síður þá, sem flaðra upp um fyrirmenn til þess að hafa gott af þeim. Heldur
á ég við gamla skólabræður oq vinnufélaqa, sem kynntust honum sem
iafningja í leik og starfi. Persónuleg kynni mín af Hermanni, sem ekki urðu
fyrr en á efri árum hans, og frásagnir manna, sem þekktu hann á yngri árum,
hafa styrkt mig í þeirri trú, að hann hafi verið gæddur ríkri mannúð og góð-
vild í garð samferðamanna sinna. Hann hafði vafalaust metnað til þess að
vera fyrirmaður og skipa höfðingjasess, en hann atti ekki kappi við smælingja
til þess að fullnægja metnaði sínum.
Ræktunaráhugi Hermanns er Ijóst dæmi um þörf hans fyrir fagurt og frið-
samlegt umhverfi. Hann var mikill sveitamaður oq náttúruunnandi. Hann var
haldinn ástríðu skógræktarmannsins oq ræktaði mikla triálundi, fyrst í Foss-
vogi syðra, síðar á eignariörð sinni, Kletti í Boroarfirði. Hann gerði laxveiði
að íþrótt sinni og gekk að henni með samblandi af veiðimannlegri ákefð
og herfræðilegri fyrirhyggju eins og byrjar í þeirri grein íþrótta. Hann var
glæsimenni í sjón, fríður og fallega vaxinn, afrenndur að afli og vei búinn
52