Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 46
Prófessorsembætti í lagadeild var síðan auglýst laust til umsóknar. Gert
er ráð fyrir, að kennslugreinar verði á sviði fjármunaréttar eða réttarfars.
Umsækjendur um embættið eru Arnljótur Björnsson settur prófessor, Björn
Þ. Guðmundsson borgardómari, Gísli G. ísleifsson hrl. og Steingrímur Gautur
Kristjánsson héraðsdómari. Dómnefnd situr nú að störfum. í henni eru Magn-
ús Þ. Torfason forseti Hæstaréttar, Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari
og Sigurður Líndal prófessor.
í mars 1976 var lýst laus til umsóknar lektorsstaða við lagadeild. Er hér
um nýja stöðu að ræða, og fyrirhuguð aðaikennslugrein lektorsins er stjórn-
arfarsréttur. Umsækjendur voru þessir: Árni Kolbeinsson stjórnarráðsfulltrúi,
Eiríkur Tómasson cand. juris, Gísli G. ísleifsson hrl., Guðrún Erlendsdóttir hrl.,
Páll Líndal borgarlögmaður, Páll Sigurðsson settur dósent og Tómas Gunn-
arsson hdl. Einn umsækjenda, Eiríkur Tómasson, dró umsókn sína til baka.
Páll Sigurðsson var skipaður í stöðuna frá 1. júlí 1976 að telja með bréfi
menntamálaráðuneytisins dags. 23. júní 1976. Jafnframt veitti ráðuneytið hon-
um launalaust leyfi frá lektorsstarfinu frá sama tíma, þar til setning hans í
dósentsstöðu við lagadeild lýkur.
3. Kjör deildarforseta
Á fundi lagadeildar 21. maí 1976 var prófessor Arnljótur Björnsson kosinn
forseti lagadeildar til 2 ára frá 15. september 1976. Varaforseti fyrir sama
tímabil var kjörinn prófessor Sigurður Líndal, fráfarandi forseti deildarinnar.
4. Lagastofnun Háskóla íslands
Ársfundur Lagastofnunar Háskóla Islands var haldinn 24. febrúar 1976.
Hér á eftir er skýrt frá starfsemi stofnunarinnar í sérstakri fréttagrein.
Á stjórnarfundi í stofnuninni 12. apríl 1976 var samþykkt að fela prófessor
Sigurði Líndal að gegna störfum forstöðumanns fyrst um sinn, þar sem Þór
Vilhjálmsson hefur verið skipaður hæstaréttardómari.
5. Breyting á lagaákvæðum um prófdómara
Með lögum nr. 45/1976 um breyting á lögum nr. 84/1970 um Háskóla
íslands var það nýmæli tekið upp, að framvegis dæma háskólakennarar einir
um úrlausnir nemenda í skriflegum prófum. Við munnleg próf, sem teljast
til fullnaðarprófs, skal eftir sem áður vera einn prófdómari utan háskólans.
I 29. gr. háskólalaga, eins og hún er eftir breytinguna, segir m.a., að stúdent,
sem ekki hafi staðist próf og eigi vilji una mati kennara á skriflegri úrlausn,
geti snúð sér til deildarforseta. Skuli þá skipaður prófdómari í hverju tilviki.
Kennari getur einnig óskað skipunar prófdómara í einstöku prófi, ef hann tel-
ur sérstaka ástæðu til. Ekki hefur enn reynt á þessar nýju regiur, og skal
ósagt látið, hvort þær eru til bóta. Þá er óvíst í hve ríkum mæli heimild til
skipunar prófdómara í einstöku prófi verður notuð.
6. Bókagjafir til lagadeildar
Dr. jur. Carsten Smith, prófessor við Oslóarháskóla, er íslenskum lögfræð-
ingum að góðu kunnur. Síðastiiðinn vetur ritaði hann bréf, þar sem hann
tilkynnir, að lagadeild Háskóla Islands geti fengið send endurgjaldslaust tví-
tök lagabóka úr háskólabókasafninu í Osló. Gerðar hafa verið ráðstafanir
88