Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 43
frjálsum markaði í hjáverkum. Sama er að segja um arkitekta. Prestar í þétt-
býlinu tvöfalda tekjur sínar með sérstakri greiðslu fyrir prestverk samkvæmt
gjaldskrá, sem samþykkt er af ráðuneytinu. Prestar í dreifbýli kenna, jafnvei
fulla kennslu. Viðskiptafræðingar taka að sér bókhaldsverkefni, framtöl og
þess háttar. Hjá læknum er það aðalreglan, að þeir hafi stofu með. Þannig
mætti áfram telja. Almenna reglan er sú, að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn
fá átölulaust að drýgja tekjur sínar með aukastörfum á frjálsum markaði. Frá
þeirri reglu er aðeins ein veikamikil undantekning: Lögfræðingar á dómstólum,
í stjórnarráði og hjá sambærilegum stofnunum verða við það að búa, að þeim
er með reglugerð nr. 32/1971 bannað að afla sér tekna með málflutningi. Og
ekki nóg með það. Svo langt er gengið, að gagnvart lögfræðingum virðist
beitt allt annarri túlkun á 34. gr. starfsmannalaganna nr. 38/1954 en um aðra
ríkisstarfsmenn. Þannig hefur ráðuneytið, síðast með úrskurði frá 21.4. 1976,
bannað dómarafulltrúa að stunda fasteignasölu utan vinnutíma. Þannig virð-
ast lögfræðingum, a.m.k. starfsmönnum dómsmála og stjórnarráðs, nær allar
bjargir bannað fyrir utan sinn fasta launaseðil frá ríkinu.
LÍ hélt því fast við þá kröfu, að lögfræðingum í ríkisþjónustu bæri að skipa
að jafnaði a.m.k. einum launaflokki hærra en öðrum sambærilegum ríkisstarfs-
mönnum. Þessari kröfu hafnaði Kjaradómur, svo og nær öllum öðrum kröfum
félagsins, ef frá eru taldar þær launaflokkaleiðréttingar, sem áður er get-
ið. Þær voru þó naumar útilátnar en við áttum von á, og náðu varla því, sem
við töldum okkur eiga kost á að semja um. Það er varla of fast að orði kveðið,
að niðurstaða Kjaradóms hafi valdið samninganefnd LÍ vonbrigðum. Það
er naumt skammtað, það sem menn verða að lifa á næstu tvö árin. En hvað
er þá til ráða? Þótt svona færi í þetta sinn, mun stjórn LÍ halda áfram að knýja
á og leita úrræða, ein sér og í samfloti við BHM.
Tíminn mun leiða í Ijós hvað vinnst. Nú get ég hins vegar aðeins eitt ráð
gefið: Menn verða að bjarga sér sjálfir. Hefja málflutning og önnur aukastörf
til að bæta upp það misrétti, sem lögfræðingar búa nú við. Það er heimild í
4. gr. rgj. nr. 32/1971 til þess að leyfa mönnum málflutning að vissu marki.
Það er gert ráð fyrir því í 34. gr. starfsmannalaga, að ríkisstarfsmenn geti
stundað aukastörf með samþykki yfirmanns, eftir atvikum með samþykki ráð-
herra.
Þetta þurfa félögin að athuga, einkum dómarafulltrúar og lögfræðingar hjá
ýmsum ríkisstofnunum, sem margir eru í ágætri aðstöðu, starfs síns vegna,
til að stunda málflutning, taka að sér framtalsaðstoð o.s.frv.
Það er meiningarlaust og óþolandi, að 34. gr. starfsmannalaga sé skýrð á
annan veg gagnvart lögfræðingum en öðrum ríkisstarfsmönnum. Og reglugerð-
ina nr. 32/1971 verður að afnema, eða a.m.k. fá viðurkenningu fyrir því, að
henni skuli ekki beitt. Það er með öllu óviðunandi að búa við þá reglugerð,
meðan við launaákvörðun er ekkert tillit tekið til þeirrar skerðngar á afla-
hæfi, sem hún veldur. Krafan er: Burt með reglugerðina eða viðbótar launa-
flokk.
Már Pétursson,
form. ríkisstarfsmannadeildar LÍ
15. sept. 1976.
85