Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 3
miAitiT—u iö(.ik 2. HEFTI 26. ÁRGANGUR OKTÓBER 1976 STÉTT í PRÓFI Miklu skiptir, að dómarar og málflutningsmenn bregðist rétt við þeirri gagn- rýni, sem nú er beint að þeim úr öllum áttum. Það er létt verk að benda á ýkjur og misskilning i þessum málflutningi, og vissulega er ástæða til að krefjast þess af stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki, að það kunni skil á einföldum atriðum um skipulag og starfsemi dómstóla og skrifi og tali af sanngirni og nákvæmni. Misbrestur sá, sem á þessu er, skiptir þó litlu máli fyrir lögfræðinga. Aðalatriðið er, að í gagnrýninni er sannleikskjarni, — og það nokkuð stór sannleikskjarni. Er þá fyrst og fremst um það að ræða, að málsmeðferð hjá dómstólum og réttargæsluyfirvöldum tekur of oft of langan tíma og að þetta rýrir gildi réttarvörslunnar fyrir samfélagið. Skipulagsbreyt- ingar og starfsmannafjölgun geta ráðið bót á ástandinu að nokkru leyti. Margt er á döfinni í þeim efnum, og mega lögfræðingar ekki láta skoðana- mun um lítilvæg atriði á því sviði verða til að framgangur umbóta tefjist. Aðalatriðið, sem varðar lögfræðingastéttina, er þó annað. Það er sem sé víst, að dómarar og lögmenn geta bætt ástandið sjálfir, ef þeir skilja, hver vanda- málin eru, og vilja svolítið á sig leggja til að ráða fram úr þeim. Sumt þarf að gerast með samstarfi, t.d. stytting og fækkun fresta í dómsmálum. Annað geta einstaklingar gert með því að reyna að auka vinnuafköst sín með nýj- um starfsháttum og breyttum viðhorfum. Verulegur hluti lögfræðingastéttar- innar er í eins konar prófi þessa mánuði. Það próf er með öðrum hætti en skólaprófin fyrr á árum, sjálfsagt ekki þyngra fyrir hvern og einn, en mikil- vægara fyrir þjóðfélagið. Prófraunin varðar allt starfið, og árangurinn snertir ekki okkur ein, sem undir prófið göngum, heldur og alla okkar stétt og allt okkar þjóðfélag. Þór Vilhjálmsson. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.