Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 33
Georg Ólafsson
sáttasemiari
1925—6
Björn Þóröarson
sáttasemjari
1926—42
2. Björn Þórðarson (6. febrúar 1879 — 23. október 1963). Foreldrar:
Þórður hreppstjóri Runólfsson í Móum á Kjalarnesi og k. h. Ástríður
Jochumsdóttir frá Skógum í Þorskafirði. Cand. juris frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1908. Hafði á hendi margvísleg embættisstörf. Var m.a.
hæstaréttarritari 1920 til 1928. Lögmaður í Rvík frá 1. jan. 1929 til
16. des. 1942. Forsætisráðherra 16. des. 1942 til 16. sept. 1944. Skip-
aður sáttasemjai’i í vinnudeilum 25. ágúst 1926 og ríkissáttasemjari
8. okt. 1938 til 29. des 1942. Síðasti sáttafundur, er hann stýrði, var
2. nóv. 1942. Heiðursmerki: Lhm., Br. KM cf., Stk. 1. F. K. 20. ág.
1914: Ingibjörg Ölafsdóttir, alþ.m. á Álfgeirsvöllum Briems. — Fjöldi
sáttamála, er hann hafði til meðferðar eftir gildistöku laga nr. 80/1938
voru: 1939: 10, 1940: 4, 1941: 15, 1942: 15 eða alls: 44.
3. Jónatan Hallvarðsson (14. okt. 1903 — 19. janúar 1970). Foreldr-
ar: Hallvarður bóndi Einvarðsson frá Hítarnesi og kona hans Sigríður
Gunnhildur Jónsdóttir. Cand. juris frá Háskóla Islands 1930. Fulltrúi
lögreglustjórans í Reykjavík 20. ágúst s. á. Settur lögreglustjóri í
Reykjavík 1. sept. 1936. Settur sakadómari í Reykjavík 6. jan. 1940,
er það embætti var stofnað, og skipaður 20. febr. s. á. Hæstaréttardóm-
ari frá 1. maí 1945 til 1. janúar 1970. Skipaður sáttasemjari í 1. sátta-
umdæmi og ríkissáttasemjari 1942. Síðasti sáttafundur hans sem ríkis-
sáttasemjara er bókaður 7. apríl 1945. Heiðursmerki: R.Í.F., Str. I.F.
75