Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 11
líkamlegum íþróttum. Á yngri árum var hann í hópi bestu glímumanna og varð a. m. k. einu sinni „glímukappi íslands", sem var mikið sæmdarheiti í þá daga, eitthvað á borð við það að vera kjörinn „íþróttamaður ársins“ nú á dögum. Gáfur og glæsimennska lyftu Hermanni til virðingar með þjóð sinni. Á sjötugsaldrinum fer Hermann að kenna sjúkdóms, sem smám saman lamar svo líkamsþrek þessa mikla karlmennis, að hann er bundinn við sjúkra- beð, ósjálfbjarga mörg síðustu æviárin. Er erfitt að geta sér til um þá raun, sem svo löng sjúkdómslega hefur lagt á þennan gáfaða og glæsilega foringja og heimsmann. En saga Hermanns Jónassonar er ekki fullsögð og mannlýs- ing hans er ekki fullgerð fyrr en þessum kramarárum eru gerð skil. Má með sanni segja, að frama sinn og veraldargengi hafi Hermann Jónasson greitt fullu verði. Hann skuldaði heiminum ekkert, en lét eftir sig mikinn arf mann- dóms og æðruleysis í mótlæti til viðbótar afrekum sínum á ráðherrastóli og annars staðar, þar sem hann tók til höndum fullfrískur maður. Eftirlifandi eiginkona Hermanns er Vigdís Steingrímsdóttir, mikilhæf kona og manni sínum í öllu samboðin að glæsileik og myndarskap. Þau Hermann eignuðust þrjú börn. Eitt andaðist í frumbernsku, en hin eru Steingrímur alþingismaður og Pálína, gift Sveinbirni Dagfinnssyni ráðuneytisstjóra. Minning Hermanns Jónassonar mun lifa. Ingvar Gíslason. Eiginkona Hermanns Jónassonar, Vigdís Steingrímsdóttir, lést 2. nóvem- ber 1976. SVEINN INGVARSSON Með örfáum orðum langar mig til að minnast hér vinar míns, Sveins E. Ingvarssonar for- stjóra, er andaðist hér í Reykjavík 12. júlí síðast- liðinn. Sveinn var fæddur 5. október 1902 í Nesi í Norðfirði, sonur hinna merku hjóna Ingvars Pálmasonar alþingismanns og Margrétar Finns- dóttur. Hann varð stúdent frá Reykjavík árið 1924 og cand. juris frá Háskóla íslands 1929. Árið 1930 varð hann forstjóri Viðtækjaverzlunar ríkisins og jafnframt Bifreiðaeinkasölu ríkisins 1935—1942 meðan sú stofnun var við lýði. Sveinn hætti störfum, þegar Viðtækjaverzlun ríkisins var lögð niður skv. lögum þar um frá árinu 1967. Svo sem sjá má af þessari stuttu upptaln- ingu voru Sveini snemma falin ábyrgðarmikil trúnaðstörf. Eins og að Ifkum lætur var það fyrirkomulag að hafa ríkiseinkasölu á viðtækjum og bifreiðum misjafnlega vinsælt svo ekki sé meira sagt. Fór þá stundum svo sem oft verða vill, að vankantar fyrirkomulagsins voru skrifaðir á reikning forstjórans, og mun starfsævi Sveins heitins eigi hafa getað kallast dans á rósum, og 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.