Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 42
beint við ráðherra og dómur Kjaradóms tekur ekki til, leiti þarna fyrirmynd- ar og reyni að semja um fasta bakvaktaþóknun fyrir sýslumennina. 7. 3. gr. í dómi Kjaradóms er að efni til óbreytt frá fyrri samningi. 8. Kjaradómur hefur fellt niður ákvæði fyrri samnings um að ríkinu beri að leitast við að koma sem víðast upp mataraðstöðu (fyrirmynd í stjórnarráði), svo og ákvæði um að ætlast sé til að menn eigi kost á að fá námsleyfi og nokkra fyrirgreiðslu vegna endurmenntunar. Sú afstaða Kjaradóms að fella þessi ákvæði niður, er undirrituðum með öllu óskiljanleg. Þess var ekki krafist af ríkinu að umrædd ákvæði væru af- numin og í kröfugerð LÍ var fyrrnefnda ákvæðið ákveðnara en fyrr og víð- tækara. 9. Ný ákvæði um vátryggingar eru í dómi Kjaradóms. Þau eru í samræmi við það sem ASl samdi um. Varla er hægt að segja, að þarna sé um að ræða mikla kjarabót frá vátryggingargreininni f fyrri samningi. LÍ lagði fram ýtar- lega kröfugerð um tryggingar, þar sem m.a. var krafist, að tryggingarfjárhæð- ir yrðu hlutfall af árslaunum. í meginatriðum var kröfum Ll um breytingar á tryggingaákvæðum hrundið. 10. Sjöunda greinin í dómi Kjaradóms er öldungis óbreytt frá fyrri samn- ingi. Kjaradómur hratt kröfum um styttri fresti, svo og flutningskostnað síma. III. INNTAK NIÐURSTÖÐU KJARADÓMS: LÖGFRÆÐINGAR í RÍKISÞJÓNUSTU! HEFJIÐ MÁLFLUTNING! Kröfugerð LÍ miðaðist við, að gerðar yrðu talsverðar leiðréttingar á röðun í launaflokka. Hvergi var krafist minna en eins flokks hækkunar. Ríkið fór sér hægt um samninga, og fljótlega varð Ijóst, að af þess hálfu var stefnt að því, að málið gengi til Kjaradóms. Á samningafundum lá það þó í loftinu, að hægt væri að ná samningum við ríkið um a.m.k. þær launaflokkaleiðréttingar, sem Kjaradómur síðar dæmdi eða opnaði leið fyrir, þ.e. að dómarar, sem síðast drógust afturúr, fengju a.m.k. hálfa leiðréttingu, og að þeir, sem sátu fastir í 18. flokki, fengju möguleika á hækkun, þ.e. fulltrúar í stjórnarráði og lög- lærðir fulltrúar hjá ríkisstofnunum. Einnig virtust nokkrar horfur á að takast mætti að semja um fleiri kröfur LÍ, svo sem að tekið yrði upp ákvæði úr síðasta samningi verkfræðinga um sérstaka heimild yfirmanns stofnunar til að hækka lögfræðinga í lægsta eða lægstu flokkunum um einn launaflokk vegna hæfni og starfsárangurs; fjölgun aðalfulltrúa, staðaruppbætur utan Stór-Reykja- víkursvæðisins, nýja tegund bakvakta, ákvæði um mataraðstöðu, fyrirgreiðslu vegna eftirmenntunar, flutningsgjald af síma, ný ákvæði um bifreiðastyrk, samstarfsnefnd til að skera úr ágreiningsmálum og fleiri slík atriði, sum þýð- ingarlítil en önnur nokkurs virði. Af samningum varð þó ekki, annars vegar vegna tómlætis samningsnefnd- ar ríkisins, sem virtist ekkert hafa á móti því, að málið gengi til Kjaradóms í þetta skiptið, og hins vegar vegna þess viðhorfs LÍ, sem nú skal greina: Lögfræðingar hafa sérstöðu meðal háskólagenginna ríkisstarfsmanna að því leyti, að þeir hafa lakari aðstöðu en nokkrir aðrir til þess að nýta menntun sína og starfsreynslu til að afla sér aukatekna hjá öðrum en ríkinu. Flestir verkfræðingar, sem ekki hafa því meiri yfirvinnu, stunda verkfræðistörf á 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.