Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 31
samband Islands, og togaraeigendur Félag íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda, sem var aðal forsvarsfélag vinnuveitenda, þar til þeir stofn- uðu Vinnuveitendafélag Islands 1934, síðar Vinnuveitendasamband Is- lands. Fljótlega eftir stofnun stéttarfélaga og félaga vinnuveitenda varð sýnt, að nauðsyn væri á végna brýnna þjóðfélagshagsmuna að setja ákveðnar lagareglur um samskipti þessara aðila og um sáttatilraunir í vinnudeilum. Á þingi 1923 og 1925 flutti Bjarni Jónsson frá Vogi frumvörp um gerðardóm í kaupgjaldsþrætum. Frumvarp þetta dagaði uppi og einnig frumvarp um svipað efni flutt á Alþingi 1929. Á Al- þingi 1925 voru hins vegar sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum. Stóðu allir þingflokkar að þeirri lagasetningu. Eru þau lög fyrsti vís- ir að vinnulöggjöf hérlendis. f lögum þessum er kveðið á um, að at- vinnumálaráðherra skuli skipa ríkissáttasemjara til þriggja ára í senn. Um verksvið sáttasemjara var sagt, að það væri skylda hans að fylgj- ast sem best með atvinnumálum og horfum í atvinnulífinu, þegar til vinnudeilna kæmi, sem hætta væri á, að hefðu alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið. Er sáttaumleitanir deiluaðila höfðu hætt án árang- urs, bar sáttasemjara skv. lögum þessum að kveðja deiluaðila til sín og reyna að koma á sáttum. Tækist það ekki, hafði sáttasemjari heim- ild til að bera fram sáttatillögu, er borin skyldi undir atkvæði í við- komandi félögum. Eftir stofnun Vinnuveitendafélags fslands beitti Eggert Claessen hrl. sér fyrir setningu vinnulöggjafar, þar sem fyi'st og fremst var stuðst við reynslu annarra Norðurlanda. Samdi hann fruvarp að í lögum nr. 55/1925 um sáttatilraunir í vinnu- deilum sagði að skipa skyldi „sáttasemjara í vinnudeilum“. Var þetta síðan gert haust- ið eftir, og gegndi Georg Ólafsson bankastjóri starfinu fyrstur manna, en Björn Þórðarson tók við því nokkru síðar. Vegna þess, að fyrir nokkru var hálf öld frá þessum þáttaskilum í löggjafarafskiptum af þessu mikilvæga sviði, fékk TL Barða Friðriksson hrl. til að segja frá aðdraganda lagasetningarinnar 1925, lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 og þeim mönnum, er skipaðir hafa verið sáttasemjarar ríkisins. Barði er skrifstofustjóri Vinnuveitenda- sambands Islands, sbr. TL 1974, 3. hefti. 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.