Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 48
í leyfi frá héraðsdómaraembætti 1.6. — 15. 2 1976. Eiríkur Tómasson cand. jur. var sérfræðingur við stofnunina 1. 6. — 31. 8. STJÓRN: Sveinn Sveinsson fór utan til framhaldsnáms í ágúst, og kaus stjórn Orators Kjartan Gunnarsson stud. jur. í stjórnina í hans stað. Aðrir stjórnarmenn voru: Þór Vilhjálmsson (forstöðumaður), Gaukur Jörundsson, Lúðvík Ingvars- son og Sigurður Líndal. Stjórnin hélt 4 fundi 1975. ÝMSAR RANNSÓKNIR 1975 Verkefni Eiríks Tómassonar var skýrslugerð um gjaldþrotaskipti eftir 1960. Skilaði hann greinargerð og töflum um niðurstöður sínar. Einnig sagði hann frá þeim á fundi á vegum lagastofnunar 28. ágúst. Laganemarnir Berglind Ásgeirsdóttir og Þorgeir Örlygsson könnuðu efni úr samninga- og kauparétti á vegum Páls Sigurðssonar dósents. Páll Sigurðsson hóf könnun á afstöðu almennings til eiða og drengskapar- heita fyrir rétti, en að þessu verkefni verður aðallega unnið 1976. Lagastofnun fékk Eirík Tómasson til að semja greinargerð um sænsku stjórnsýslulögin frá 1971, og var hún prentuð í Tímariti Lögfræðinga 4. hefti 1975. Greinargerðina samdi Eiríkur eftir að starfstíma hans sem sérfræðings lauk. Þau verkefni, sem hér hafa verið nefnd sérstaklega, voru kostuð af laga- stofnun, en úr sjóði hennar var einnig greitt fyrir ýmis önnur minni háttar störf tengd rannsóknum starfsmanna hennar. ÚTGÁFA Á DOKTORSRITI MAGNÚSAR STEPHENSEN Kolbeinn Sæmundsson lic.-és-lettres skilaði handriti af þýðingu sinni á doktorsriti Magnúsar Stephensen dómstjóra, „Commentatio de legibus . . . .“, á umsömdum degi, 1. júlí 1975. Þýðingin var fjölrituð og rædd á nokkrum fundum. Þótti að því búnu sýnt, að vinna þyrfti frekari undirbúningsstörf að útgáfunni, og er það mál ekki enn til lykta leitt. FJÁRMÁL Gjöld lagastofnunar 1975 voru kr. 704.674, en fjárveiting kr. 700.000. GÖGN í VÖRSLU LAGASTOFNUNAR: í vörslu lagastofnunar eru óbirt rit og skýrslur sem hér segir: Þýðing Kolbeins Sæmundssonar á doktorsriti Magnúsar Stephensen. Um svardaga að fornu og nýju — með hliðsjón af almennri þróun sönn- unarréttar. Handrit Páls Sigurðssonar, afhent 1975. Könnun á notkun kaupalaganna no. 39/1922 hérlendis. Skýrsla Berglindar Ásgeirsdóttur. Skýrsla til Lagastofnunar Háskóla islands um niðurstöður könnunar um ,,kommission“ og skyld efni. Samin af Þorgeiri Örlygssyni. Ýmis gögn um rannsókn Eiríks Tómassonar á gjaldþrotamálum. Þór Vilhjálmsson. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.