Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 5
voru settar þjálar reglur um byggðasamlög, héraðsnefndir og um sameiningu
sveitarfélaga sem hafa gefið góða raun það sem af er.
Nú verður að viðurkenna þau sjónarmið að sjálfræði sveitarfélaga sé háð því
að sveitarfélögin séu nógu fjölmenn og burðamikil til að valda stjórnsýsluverk-
efnum sem til þeirra kunna að verða lögð. A hinu leytinu er og augljóst eins og
samgöngum og fjarskiptatækni er nú háttað að sýslumenn hafa enga þörf fyrir
umboðsmann í hverjum hreppi og verði sveitarfélögum fækkað svo að umdæmi
þeirra falli í aðalatriðum saman við sýsluskiptingu ríkisins er augljóst að taka
verður til róttækrar endurskoðunar það skipulag sem gerir kleift að færa
þjónustu sýslumanna til fólks vítt og breitt um víðfeðm umdæmi.
Hinsvegar er álitaefni hvort þeim markmiðum að skipan sveitarstjórnarmála
og stjórnsýsla ríkisins í héraði verði færð til samræmis við þarfir tímans verði
ekki náð án þess að fórna gömlum og góðum stjórnsýslustofnunum.
Engan veginn er útséð um að takast megi á grundvelli núverandi sveitarstjórn-
arskipunar að koma því til leiðar að sveitarfélögin nái nægum styrk með
sameiningu og samvinnu til að taka á sig og fara með mikilvæg verkefni.
Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga 8 1986 er lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags 50 og
skv. 3. mgr. 58. gr. getur sveitarstjórn kosið nefnd til að fara með afmörkuð mál í
hluta sveitarfélags. Á grundvelli þessara ákvæða mætti strax hækka lágmarkstöl-
una í 200-400 með það í huga að hún yrði aukin enn frekar síðar, ef þurfa þætti.
Með þessu yrði ýtt á um sameiningu smæstu sveitarfélaganna. Á grundvelli
ákvæða 58. gr. væri hægt að ákveða að í hluta sveitarfélags mætti kjósa
hreppsnefnd eða hverfisstjórn sem færi með mál er varða næsta nágrenni
íbúanna og ætla þeim markaða tekjustofna og rétt til tekjuöflunar á eigin vegum.
Með þessu móti yrði margt unnið í senn. Tregða á sameiningu mundi minnka og
komið væri til móts við eðlilegar óskir manna um að fá að halda rótgrónum
samtökum sínum tengdum eðlilegri skiptingu landsbyggðarinnar í byggðarlög.
Jafnframt fengju íbúar þéttbýlisins kærkomið tækifæri til að hafa áhrif á málefni
sem varða næsta nágrenni þeirra, en fyrst og fremst yrði þessi skipan til að efla
raunverulegt lýðræði í landinu. Verkefni hreppsnefnda og hverfisstjórna gæti
t.d. verið á sviði æskulýðsmála, dagleg stjórn og rekstur samkomuhúsa,
íþróttamannvirkja og skemmtigarða og að skapa eðlileg skilyrði fyrir félagsstarf-
semi innan sveitar eða hverfis. Best færi á að störf í nefndum þessum væru
ólaunuð eins og stjórnarstörf í áhugafélögum, og ekki ætti að þurfa að greiða fé
úr sveitarsjóði fyrir fundaaðstöðu eða skrifstofuhald vegna þeirra.
Varðandi stjórnsýslu ríkisins er það lykilatriði að engar nauðir reka til að hún
sé skipulögð á grundvelli sveitarstjórnarskipunarinnar og háð henni eins og nú
er þannig að sameining eða skipting sveitarfélaga hafi sjálfkrafa áhrif á skipan
umboðsstjórnarinnar. Það er heldur ekki viðunandi að annaðhvort skuli vera
235