Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 15
Deila má um, hvort heppilegt eða nauðsynlegt sé að nota sérstakt hugtak um
einhvern flokk bótagrundvallar, sem liggur á „gráa svæðinu“ milli „venjulegrar“
sakarábyrgðar og hreinnar hlutlægrar ábyrgðar. Ymsir telja vafalaust nóg að
tala um hert sakarmat og eftir atvikum vægar kröfur um sönnun.15 Aðrir kunna
að kjósa að nota sérstakt hugtak, t.d. rýmkaða sakarreglu, um tilvik, þar sem
gætnikröfur eru svo miklar, að ábyrgð liggur nærri því að vera hlutlæg. Menn
kann svo auðvitað að greina á um, hvort kröfur um gát hafi í einstökum tilvikum
verið auknar svo verulega, að farið sé út fyrir venjulegan ramma sakarreglunn-
ar, sbr. t.d. dóminn í U 1955.992, sem Gizur Bergsteinsson nefnir sem dæmi um
rýmkaða gáleysisreglu. Trolle telur hins vegar, að í dóminum sé beitt „grímubú-
inni“ hlutlægri ábyrgð,16 en Vinding Kruse segir, að í honum felist hert sakarmat,
sem þó ekki gangi of langt („en hárd, men næppe for hárd, culpabedpmm-
else“).17
Þegar ekki er við að styðjast setta lagareglu um grundvöll bótaábyrgðar, getur
einatt reynst erfitt að fullyrða hvaða skaðabótaregla hafi verið notuð í einstök-
um tilvikum. Til þess eru ýmsar ástæður. í ýmsum úrlausnum er rökstuðningur
ekki hnitmiðaður, sbr. t.d. H 1974, 977, og í skaðabótamálum blandast
gáleysismat og sönnunarmat oft saman með margvíslegum hætti. Þar við bætist,
að dómsforsendur eru yfirleitt stuttar. Er því ekki óeðlilegt, að upp komi
álitamál um hvort dómur sé reistur á þessari reglunni eða hinni, eins og nokkrum
sinnum hefur verið vikið að. Ekki er víst, að skynsamlegt sé eða heppilegt að
streitast við að draga alla dóma í skaðabótamálum í dilka eftir því hvaða
bótareglu menn telja að hafi verið beitt hverju sinni, enda er það naumast
framkvæmanlegt eins og dæmin sanna.
Niðurstaðan af ofangreindu verður sú, að takmarkaður ávinningur sé að því
að nota hugtakið rýmkuð sakarregla, nema unnt sé að skilgreina það betur en
hér hefur tekist að gera og helst einnig að afmarka með skýrari hætti á hvaða
athafnasviðum slíkri reglu verði beitt. Varðandi síðarnefnda atriðið má þó ekki
gleyma því, að engin leið er að draga í eitt skipti fyrir öll föst eða glögg mörk um
þau svið, þar sem flest lagarök mæla með hertri bótaábyrgð. Það er einmitt þess
vegna, sem dómstólar en ekki löggjafinn hafa með höndum það erfiða verkefni
að móta slíkar reglur.
Hér hefur ekki verið fjallað um rök fyrir hertum gætnikröfum eða öðrum
leiðum, sem fara má til þess að þyngja bótaábyrgð án þess að gripið sé til
hreinnar hlutlægrar ábyrgðar. Ekki hefur heldur verið rætt um hver séu skilyrði
15Þaö er sérstakt rannsóknarefni, sem ekki er beinlínis fengist við í þessari grein, að kanna hvort mat
á eigin sök tjónþola í einstökum málum eða málaflokkum sé svo miklu vægara en almennt gerist, að
telja megi ábyrgð hins bótaskylda jaðra við hlutlæga ábyrgð.
“Trolle (1964).
17Sjá Vinding Kruse, bls. 229.
245