Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 18
Sigríður Ingvarsdóttir er héraðsdómari í Reykjavík Sigríður Ingvarsdóttir: NÝ LÖG UM VERND BARNA OG UNGMENNA Höfundur flutti erindi það sem birt er hér lítið breytt á félagsfundi hjá Lögfræð- ingafélagi íslands 26. nóvember 1992. 1. INNGANGUR Ný lög um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, voru sett 2. júní 1992 og tóku gildi 1. janúar 1993. Lög þessi voru nokkur ár ísmíðum. í apríl 1987 skipaði þáverandi menntamálaráðherra þriggja manna nefnd til að endurskoða þágild- andi lög um vernd barna og ungmenna sem voru frá árinu 1966 eins og kunnugt er. I nefndinni voru auk mín þau Ingibjörg Rafnar héraðsdómslögmaður og Gunnar Sandholt yfirmaður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavík- ur. Nefndin skilaði tillögum að lagafrumvarpi í febrúar 1990. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi veturinn 1990-1991 og afgreitt af menntamálanefnd efri deildar Alþingis eftir ítarlega umfjöllun í þeirri nefnd en var ekki tekið til frekari meðferðar á því þingi. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi sl. vor en þá höfðu nokkur atriði sætt breytingum frá tillögum nefndarinnar sem samdi frumvarpið. Flestar breytingarnar voru smávægilegar með þeirri undantekningu þó að ekki var fallist á tillögu nefndarinnar um stækkun umdæma þannig að barnaverndar- nefndir hefðu almennt stærri umdæmismörk en nú er. í tillögunum var lagt til að héraðsnefndir sameinuðust um eina barnaverndarnefnd en á Alþingi var því breytt svo að sveitarfélögum er samkvæmt lögunum heimilt en ekki skylt að fela héraðsnefnd eða stjórn byggðasamlags að kjósa eina sameiginlega barnavernd- arnefnd eða semja um annað svæðisbundið samstarf með öðrum hætti. Rökin fyrir því að stækka barnaverndarumdæmin koma skýrt fram í greinargerðinni 248

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.