Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 19
með lagafrumvarpinu en þar segir að með þessu sé ætlunin að tryggja að stærri einingar standi að barnaverndarstarfi en nú er. Þar segir einnig að barnavernd- arstarf strandi oft á smæð sveitarfélaga en þau hafi ekki bolmagn til að sinna raunhæfu barnaverndarstarfi bæði vegna fjárskorts og ófullnægjandi sérþekk- ingar við úrlausnir erfiðra barnaverndarmála. Einnig kemur oft fyrir að gera þarf sérstakar athuganir á börnum og aðstæðum þeirra en það er bein lagaskylda að fullnægjandi rannsóknir fari fram við úrlausnir barnaverndarmála. Reynslan hefur margsinnis leitt í ljós að mjög erfið og alvarleg barnaverndarmál geta komið upp í litlum sveitarfélögum. Með sameiginlegri barnaverndarnefnd ættu sveitarfélögin auðveldara með að ráða sérhæft starfsfólk og standa undir öðrum óhjákvæmilegum kostnaði svo sem sérfræðirannsóknum. 2. ÞÖRF Á ENDURSKOÐUN BARNAVERNDARLAGA Eitt meginmarkmið endurskoðunar barnaverndarlaga var að bæta úr brýnni þörf á að samræma lagasetningu sjónarmiðum og aðstæðum í nútíma þjóðfélagi. Mikilvægt er að löggjöf um barnavernd sé í samræmi við þá þekkingu sem fyrir hendi er á hverjum tíma um börn, aðstæður þeirra og þarfir. Segja má að stöðugt aukist þekking manna á því hvað börn þurfi til að verða heilbrigðir einstakling- ar. Jafnframt eykst þekking á því hvað börnum er skaðlegt bæði á uppvaxtarár- unum og þegar til lengri tíma er litið. Talið er að börnum sem alast upp við ófullnægjandi aðbúnað bíði mun meiri hættur en öðrum jafnvel eftir að þau eru orðin fullorðin. Einnig er líklegt að börn er búa við mikinn óstöðugleika eða vanrækslu geti sjálf aldrei orðið góðir foreldrar. Gott barnaverndarstarf byggir á því að nýta sérfræðiþekkingu í þágu barnaverndar. 3. ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM BARNAVERND Þegar fjallað er um lagabreytingar og lagasetningu um barnavernd er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum á þessu réttarsviði. Alitaefnin sem upp koma bæði í barnaverndarstarfi og varðandi lögfræðileg úrlausnarefni í því sambandi eru oft afar vandmeðfarin enda snúast þau um einhver helgustu réttindi manna til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Hafa verður í huga að frá því að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar sem hér skipta máli voru sett 17. júní 1944 svo og samningur Evrópuráðsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 hefur þróunin alls staðar orðið sú að ríkin viðurkenna í æ ríkari mæli sjálfstæðan rétt barna og þörf þeirra fyrir sérstaka vernd, a.m.k. í þeim löndum sem við þekkjum best og hafa líkasta menningu og við. Hvorki stjórnarskráin né Mannréttindasáttmáli Evrópu vernda sérstaklega réttindi barna umfram aðra en að sjálfsögðu njóta börn réttar samkvæmt þessum réttarheimildum eins og aðrir. Þróun réttinda barna hefur verið sérstaklega áberandi á síðustu áratugum. 249

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.