Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 27
Jón G. Briem: VÍKJANDI LÁN 1. INNGANGUR Grein þessi var rituð í nóvember 1992. Fyrir nokkru barst mér fyrirspurn um hvort það gæti staðist að ríkisábyrgð fylgdi víkjandi láni. Tilefnið var að verið er að setja nýjar reglur um útreikning eigin fjár banka. Verið er að samræma ákvæði íslenskra laga hinum svokölluðu BIS reglum. Þær eru um lágmark og útreikning eigin fjár banka sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum. íslensk stjórnvöld telja mikilvægt að setja nýjar reglur um þetta til að íslenskir bankar verði samkeppnishæfir við erlenda. Sérstaklega var haft í huga að með stofnun Evrópska efnahagssvæðisins yrði að samræma þær reglur sem hér giltu reglum Evrópubandalagsins. Evrópskir bankar eiga að fá sama rétt til starfsemi hérlendis og innlendir. Sama gildir auðvitað um starfsheimildir íslenskra banka erlendis. Enn er óvíst hvort íslendingar staðfesta EES samninginn. Hvort sem það verður eða ekki er líklegt að umræddar reglur um eigið fé banka verði innleiddar hér. Fyrirspurnin sem ég fékk á því fullan rétt á sér og ég mun reyna að svara henni í þessari grein. Þegar ég byrjaði að hugleiða efnið komst ég strax að því að ég vissi ósköp lítið um víkjandi lán. Ég hafði heyrt þeirra getið og lítillega haft afskipti af slíku við meðferð þrotabús þar sem ég var skiptastjóri. En þessi reynsla mín dugði ekki til að ég gæti svarað fyrirspurninni. Ég ákvað að leita mér upplýsinga í bókum. En þá kom í ljós að rit um efnið hérlendis eru vægast sagt af skornum skammti. Eftir að hafa kannað bókakost hins nýja bókasafns Lögmannafélags íslands og 257

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.