Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 32
Hér þarf að lækka víkjandi lánið um 100 til þess að forgangslán greiðist að fullu. Það þýðir að hér fær forgangs lánveitandi 200 víkjandi lánveitandi 100 annað lán 100 400 Af þessu leiðir að svo fremi sem eignir skuldara eru nægilegar til að greiða bæði forgangslán og annað lán þá nýtur annað lán góðs af víkjandi láni þótt ekki hafi verið til þess ætlast og það ekki gert að forgangsláni með samningi. Dæmi 2. Víkjandi lán með þeim skilmálum að víkjandi lánveitandi taki við greiðslu upp í sína kröfu en greiði til forgangslánveitanda þar til hann hefur fengið fulla greiðslu. Hér fá allir lánveitendur 80% upp í kröfur sínar, það er sama hlutfall og eignir á móti skuldum. forgangs lánveitandi 160 víkjandi lánveitandi 160 annað lán 80 400 Nú verður víkjandi lánveitandi að greiða forgangs lánveitanda 40 til þess að sá njóti forgangsins og fái fyrst greitt. Niðurstaðan verður þá þessi: forgangslánveitandi 200 víkjandi lánveitandi 120 annað lán 80 O o I þessu dæmi nýtur annar lánveitandi ekki góðs af víkjandi láni heldur aðeins sá sem til stóð að nyti góðs af því. Augljóst er af þessum dæmum að verulegu máli skiptir hvaða form er haft á hinu víkjandi láni. Kanna þarf vendilega samsetningu skulda viðkomandi áður en ákvörðun er tekin um form lánveitingarinnar. Og þó ennfremur hlutfall eigna á móti skuldum. 262

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.