Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 36
Skilmerkilega er sagt aö rétturinn geti beitt vítum í stað sekta, þ.e. vægari viðurlögum en sektum, þegar ávirðingar eru minni háttar, og þar með verður dregin sú ályktun af efni og orðalagi ákvæðisins að það veiti réttinum einungis heimild til að víta þá aðila, sem hann má beita sektum eftir öðrum ákvæðum oml. Af öllum ákvæðunum sem hefur verið skírskotað til virðist mega ráða að réttarfarssektum verður einungis beitt vegna atvika sem gerast eftir að máls- meðferð hefst, þ.e. eftir að ákæra í máli hefur borist héraðsdómi. Hæstiréttur virðist hafa aðra skoðun á þessu því í dómi réttarins uppkveðnum 28. janúar 1993 í málinu nr. 211/1992 er dráttur á rekstri máls áður en ákæra var gefin út sagður vítaverður og talinn brjóta í bága við 1. mgr. 138. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, sbr. 1. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991 um sama efni. Til viðbótar því sem áður segir um ákvæðin sem geyma heimild til að beita réttarfars- sektum má benda á að lagagreinunum sem skírskotað er til í dóminum er skipað í þá kafla laganna þar sem fjallað er um málsmeðferðina eftir að ákæra hefur verið gefin út. Þær eru í XV. kafla laganna sem í áður gildandi lögum hét Um flutning og meðferð opinberra mála fyrir héraðsdómi en heitir nú Málsmeðferð í héraði. Samkvæmt því sem áður var sagt hafa dómendur að sjálfsögðu heimild til að beita fulltrúa lögreglu eða ákæruvalds réttarfarssektum eftir því sem við á vegna framgöngu þeirra í máli eftir að málsmeðferð hefst. Hins vegar sýnist fráleitt að dómendur hafi heimild til þess að beita þá eða aðra, t.d. Ríkisendurskoðun, réttarfarssektum eða vítum vegna framgöngu þeirra í málinu fyrir málsmeðferð- ina eins og Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari, virðist telja Hæstarétti heimilt að gera.3 Sú niðurstaða væri ekki einungis í ósamræmi við efni lagaákvæðanna sem fjalla um réttarfarssektir heldur gengi hún jafnframt þvert á grundvallarreglu réttarfars um að aðila skuli veitt tækifæri til andsvara og til að gefa upplýsingar og skýra sitt mál. Hafi upplýsinganna ekki verið leitað er hætt við að sá sem dæmir hafi ekki fullnægjandi forsendur til að byggja á og geti ályktun hans þess vegna orðið ósanngjörn, jafnvel röng. I máli einu var maður sakaður um að hafa farið í heimildarleysi inn í íbúð þar sem stúlka svaf í svefnherbergi, fært hana úr fötum og haft við hana samfarir sem hún skynjaði ekki sökum svefndrunga og ölvunar. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu viðurkenndi sakborningur afdráttarlaust að hafa haft samfarir við stúlkuna en með samþykki hennar og vilja. Félagi sakbornings var sjónarvottur að því sem gerðist og lýsti atvikum með sama hætti og hann. Stúlkan taldi að sá sem nauðgaði henni hefði verið Ijóshærður og félagi hans dökkhærður. I raun var þessu öfugt farið; sá sem nauðgaði var dökkhærður en félaginn ljóshærður. Þeir sem stýrðu lögreglurannsókninni töldu, eftir að hafa metið sönnunarstöðuna vandlega, að ekki væri ástæða til þess að leggja út í kostnaðarsama DNA rannsókn á sæði, sem fannst í leggöngum stúlkunnar og á svefnbekk sem hún hafði legið á, til þess að slá því föstu, ef mögulegt, úr hverjum það sæði væri. 3Pétur Kr. Hafstein: Nokkur orð um aðfinnslur og ávítur Hæstaréttar, Tímarit lögfræðinga 3. hefti 1992 bls. 180. 266

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.