Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 39
ÁVÍÐ OG DREIF
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS
ÍSLANDS Á AÐALFUNDI 30. OKTÓBER 1992.
í stjórn félagsins á því starfsári sem nú lýkur voru: Garðar Gíslason formaður,
Skúli Guðmundsson varaformaður, Ingvar J. Rögnvaldsson ritari, Dögg
Pálsdóttir gjaldkeri, Ásdís J. Rafnar framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga,
Sigurður Helgi Guðjónsson og Valtýr Sigurðsson meðstjórnendur.
Stjórnin var kosin á aðalfundi, sem haldinn var í Odda 31. október 1991.
Starfsárið var frá 31. október 1991 til 30. október 1992. Starfsemin fór fram
með hefðbundnum hætti og var í meginatriðum þessi:
I. Fræðafundir:
1. Hinn 19. nóvember 1991 flutti Þorgeir Örlygsson prófessor framsögu í
Lögbergi um efnið „Leiðrétting þinglýsingarmistaka".
Fundargestir voru 46.
2. Kvöldverðarfundur á Aðventu var haldinn 12. desember í veitingasalnum
Hvammi að Holiday Inn. Að loknu borðhaldi flutti Ragnar H. Hall
borgarfógeti erindi er hann nefndi „Er eitthvað merkilegt að skipta um
starf?“
Fundargestir voru 71.
3. Hinn 14. janúar 1992 fluttu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Sigmar
Ármannsson cand. jur., framkvæmdastjóri Sambands ísl. tryggingarfé-
laga framsögu um efnið „Fjárhæð skaðabóta vegna líkamstjóns“.
Fundargestir voru 98.
4. Hinn 20. febrúar flutti Arnljótur Björnsson prófessor framsögu um efnið
„Frumvarp til skaðabótalaga".
Fundargestir voru 98.
269