Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 42
vonum mælst vel fyrir, og verður vonandi framhald á þeim. Ásdís hefur í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins unnið að tveimur nýjum verkefnum, sem eiga eftir að bæta úr mikilli þörf: Ljósritun eldri hefta, sem orðin eru ófáanleg, og samning heildarregisturs frá upphafi. V. Lögfræðingatal Stjórnin fól sérstakri ritnefnd að annast undirbúning Lögfræðingatalsins, sem getið var um á síðasta aðalfundi. Skúli Guðmundsson varaformaður og Dögg Pálsdóttir gjaldkeri, sem ætíð hafa verið miklir áhugamenn um verkið, voru kjörin í nefndina ásamt formanni. í samráði við ritstjóra verksins, Gunnlaug Haraldsson og útgefandann, Iðunni hf., voru send út spurningaeyðublöð til félagsmanna í marz sl., alls 1011. Ritnefndarmenn gerðu sér vonir um góð skil félagsmanna og reyndust þær vonir eiga við um all marga. Því miður hafa þó nokkrir ekki skilað enn, en skil eru nú um 80%. Staðreyndin er sú að þetta tefur útkomu ritsins, og er útilokað að það verði jólabók lögfræðinga í ár, og áætlaður útkomutími er nú snemma á næsta ári. Biðjum við félagsmenn að stuðla að útkomu ritsins með því að skila inn framtölum sínum og myndum hið allra fyrsta og spilla ekki lengur fyrir því að menn geti handleikið þennan mikla fjársjóð. Nú hafa verið sendar út prófarkir til aðstandenda látinna lögfræðinga, og bráðlega verða sendar út prófarkir til þeirra sem skilað hafa, til þess að unnt sé að fara yfir það sem skráð hefur verið. VI. Aðild að BHM. Samstarf við lögfræðingafélög á Norðurlöndum Eins og getið var um á síðasta aðalfundi voru í framhaldi af boði á árlegan fund framkvæmdastjórna lögfræðingafélaga á Norðurlöndum rædd hugsanleg, nán- ari tengsl félagsins við þessi félög. Boð kom frá lögfræðingafélaginu í Dan- mörku um að senda fulltrúa á ársfundinn, sem haldinn var í ágúst. Ragnhildur framkvæmdastjóri sótti fundinn af hálfu félagsins. Skýrði hún stjórninni frá því að þess væri óskað af hálfu framkvæmdastjórna félaganna á Norðurlöndum að halda fundinn hér á landi á næsta ári, og beiðst væri liðsinnis félagsins í þeim efnum, án nokkurra fjárhagslegra skuldbindinga. Kemur í hlut næstu stjórnar að skoða þessi mál. í þessu sambandi var rætt innan stjórnarinnar, að fjárhagur félagsins leyfði ekki mikil útgjöld vegna hugsanlegra funda og ferðalaga, sem nánari samvinna myndi krefjast, þegar enn rynni til BHM stór hluti félagsgjalda, sem einmitt ætti að nýtast til þessara hluta. Tók stjórnin því ákvörðun um að hrinda í framkvæmd úrsögn þeirri, að undangenginni allsherjaratkvæða- greiðslu, sem fjallað var um á félagsfundi 18. september 1990. Vegna reglna BHM um að úrsögn verði að berast fyrir 1. október til þess að hún öðlist gildi 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.