Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 43
Stjórn Lögfrœðingafélags íslands og framkvcemdastjóri 1991-1992.
Fremriröð. Ingvar Rögnvaldsson, Valtýr Sigurðsson, Skúli Guðmundsson og Sigurður H. Guðjóns-
son.
Aftariröð. Ragnhildur Arnljótsdóttir framkvœmdastjóri, ÁsdísJ. Rafnar, Garðar Gíslason formað-
ur og Dögg Pálsdóttir.
fyrir fjárhagsár það sem þá fer í hönd, var símskeyti sent um úrsögn félagsins. Er
sú tilkynning háð samþykki í allsherjar atkvæðagreiðslu þeirri, sem ný stjórn fær
í sinn hlut.
VII. Félagaskrá og félagsgjöld
í ár voru 760 gíróseðlar sendir til félagsmanna með árgjaldi, sem var óbreytt
frá fyrra ári, kr. 2.900.
VIII. Stjórnarfundir
Stjórnarfundir urðu alls 16. Milli funda unnu stjórnarmenn mikið starf að auki
við hin ýmsu verkefni sem félagið annast. Skúli Guðmundsson varaformaður
tók að sér mikil verkefni við Lögfræðingatalið og hefur það tal tekið mikinn tíma
nefndarmanna sem vonandi fer að skila sér í útgáfu verksins. Dögg Pálsdóttir
gjaldkeri annaðist fjármálin af mikilli röggsemi. Hún beitti sér fyrir því að ráðinn
var sérstakur bókhaldari til þess að sjá um reglulega færslu bókhalds félagsins og
tímaritsins, og tók Helga Þormóðsdóttir starfið að sér, og er það til mikilla bóta.
273