Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 47
NORRÆNT LÖGFRÆÐINGAÞING 33. Norræna lögfræðingaþingið verður haldið í Kaupmannahöfn 18.-20. ágúst n.k. Þinghaldið fer fram í Bella Center. Á þinginu verður alls fjallað um 19 umræðuefni, þar af eitt á allsherjarfundi, þrjú í umræðuhópum, en fimmtán á deildarfundum. Viðfangsefnin eru sem hér segir (1-15 eru umræðuefni á deildarfundum): 1. Ósanngjörn samningsákvæði. 2. Ábyrgð lögmanna að einkarétti. Aðalframsögumaður: Gestur Jónsson, hrl. 3. Hjúskaparhugtakið og löggjöfin. Annar framsögumaður: Guðrún Erlends- dóttir, hæstaréttardómari. 4. Samfélagsþjónusta sem viðurlög við broti. 5. Sjálfstjórn einstakra landsvæða - hótun gegn réttaröryggi og jafnrétti? 6. Áhrif réttarreglna Efnahagsbandalagsins á löggjafartækni og beitingu laga- reglna á Norðurlöndum. 7. Hugtakið stórfellt gáleysi á ýmsum lagasviðum. 8. Opinbert eftirlit með fjármagnsmörkuðum. 9. Stjórnun heildarvinnusamninga með lögum eða samningi? 10. Málsaðild félaga og samtaka. 11. Upplýsingaskylda vátryggingarfélaga og banka, einkum við stofnun og endurnýjun vátryggingar- og lífeyrissamninga. 12. Ágengnisleg (fjandsamleg) yfirtaka fyrirtækja. 13. Takmörkun á áfrýjun dóma sem kveðnir eru upp á frumdómstigi. Annar framsögumaður: Hrafn Bragason, hæstaréttardómari. 14. Þjóðlegur og evrópskur samkeppnisréttur. 15. Lögfræðilegt mat á áhrifum meiri háttar mannvirkjagerðar á umhverfi. Viðfangsefni í umræðuhópum eru þessi: 1. Einkavæðing opinberrar starfrækslu - möguleikar og takmarkanir. 2. Endurskipulagning fyrirtækja eða gjaldþrot? 3. Samningar milli maka og sambúðarfólks um fjármál. Á allsherjarfundi 20. ágúst verður fjallað um efnið: Sjálfstæði dómara og dómstóla. Móttaka verður 18. ágúst fyrir þátttakendur og maka í Ráðhúsi Kaupmanna- hafnar, en að nokkru í Tpjhussafninu. Þeim verður boðið eftir því sem föng eru á til kveldverðar 19. ágúst á heimilum danskra lögfræðinga. Að kveldi 20. ágúst verður kveldverður og dansleikur í Bella Center. Formaður íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna er Ármann Snævarr, prófessor, en ritari Erla Jónsdóttir, hæstaréttarritari er veitir upplýsingar um 277

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.