Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 49
RIDDARINN HUGUMSTÓRI í einstaklega skýrum og skilmerkilegum leiðara þessa tímarits (T.L. 1992, 2.h.) er ritfáki riðið um veröld víða, frá Asíu um Evrópu og allt til Reykjaness. Takmarkið er að leita uppi „mál og lög“, ef ekki lögmálið sjálft. Þótt klárinn væri laus á kostunum kom þar för að nafnlausi riddarinn fer að lofsyngja „loft, vín og list“ og dettur þá auðvitað í hug það sem við á: Stjórnvald, stjórnvaldshafi og stjórnsýsluhafi. Þegar slíkir höfuðsnillingar eiga í hlut eru fræðiskrif um þessi hugtök hjómið eitt. (T.L. 1985,3.h. og 1987,2.h.). Því síður skyldi etja kappi við rökhugsuðinn þegar hann brýnir raustina og kveður: „Orðið stjórnsýsluhafi sýnist ekki rétt myndað eftir rökvísum lögmálum íslenskrar tungu því að enginn hefur stjórnsýslu þótt hana megi hafa með höndum. Hér sýnist merkingarsviði orðanna stjórnvald og sýslunarmaður hafa verið raskað að óþörfu“. Þess vegna sendi ég auðvitað ritstjóra Orðabókar Háskólans þennan sann- leika til ævarandi varðveislu. En þá hrasaði hrossið og eftir lá hnakktaskan. í henni fannst síðar svofellt bréf til mín frá ritstjóranum: „Að beiðni þinni leit ég á orðið stjórnsýsluhafi og myndun þess. Ekki fæ ég séð að nokkuð sé að þeirri orðmyndun. Vissulega er algengasta merkingin ’sá sem hefur e-ð, á e-ð’ eins og lóðarhafi, býlishafi, víxilhafi. Merkingin í stjórnsýsluhafi er hins vegar ’sá sem fer með eða hefur stjórnsýslu með höndum’ og dæmi eru til um margar slíkar samsetningar í málinu. Handhafi er t.d. ekki ’sá sem hefur hendur’ heldur ’sá sem hefur e-ð með höndum’ og sama er að segja um einkahandhafi og valdahandhafi. Erfitt er að benda á rökvís lögmál íslenskrar tungu þegar orðmyndun er annars vegar. Hún fer oft eigin leiðir eftir því hvað þjálast er í munni eða beinast liggur við“. Þessi orð urðu „málsagnfræðingum drjúgt rannsóknarviðfang“, eins og þar stendur. Hallast þeir helst að því að hér hafi sannast hið fornkveðna að „hver annan vill ofan ríða, fellur sjálfur úr söðli“. Að leiðarlokum er ekki annað eftir en að þakka riddaranum hugumstóra fyrir „að vanda mál sitt, auðga það og skýra með nákvæmri og rökvísri hugtakanotk- un og orðkynngi", sem leiðarinn góði ber svo fagurt vitni um. Björn Þ. Guðmundsson 279

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.