Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 36

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 36
mynd af þróun útflutningsins fæst meö skoöun hlutfallslegs verömætis til ein- stakra markaössvæöa. Á síöasta ári var hlutfallslegt verðmæti til Evrópubanda- lagsríkja langmest líkt og verið hefur frá því á seinni hluta níunda áratugarins. Þannig var hlutfall þessara ríkja 64,1% árið 1994 en 62,7% áriö 1993. Bandarík- in eru næsta markaðssvæði í röðinni hvaö varðar útflutningsverðmæti en hlutdeild hennar óx úr 12,9% árið 1992 í 18,0% árið 1993. Árið 1994 var hlut- deildin svipuð eða 18,1%. Þriðja hæsta útflutningsverðmætið fæst frá Asíulönd- um en hiutdeild þeirra er 16,4% og hef- ur hlutdeildin einnig vaxið þar. Hún var 13,1% árið 1993. Skipting útflutningsverðmætis á lönd og smærri markaðssvæði er sýnd í töflu. Þar sést að Bretland er eins og áður helsta viðskiptalandið með 21,0% útflutningsverðmætisins í krónum en Bandaríkin koma þar á eftir með 16,3%. FJÁRMUNAMYNDUN Eftir mikinn samdrátt fjárbind- ingar í sjávarútvegi árið 1993 hefur nú orðiö nokkur aukning milli ára. Reyndar voru heildarútgjöld þjóð- arbúsins til fjármunamyndunar mjög lág áriö 1993, lægri en nokkru sinni síðan á fimmta áratugnum. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðhagsstofnunar nam fjárfesting í sjávarútvegi 5.760 milljónum króna árið 1994, en hún var hins vegar 3.775 milljónir árið á undan. Áriö 1992 var fjárfest fyrir 7.288 milljónir. Fjárfestingin á síðasta ári er þannig ríflega 50% hærri en hún var árið áður. Hún hefur þó hvergi nærri náð fjárbindingu ársins 1992, en stærstan hluta hennar má rekja til kaupa á vinnsluskipum. Árið 1993 jókst fjárfestingin í vinnslu í fyrsta sinn síðan 1990. Hún hefur enn aukist milli áranna 1993 og 1994, eða um 42,9%. Þannig var fjárfestingin 2.400 millj- ónir í vinnslu á árinu 1994 en var 1.679 milljónir árið áður. Áriö 1992 var hún 1.408 milljónir. Fjárfesting í fiskveiðum hefur einnig aukist mikið milli ára, eða um 60,3%. Árið 1994 var fjármunamyndun í fisk- veiðum 3.360 milljónir samanborið við 2.096 milljónir árið áður. Vert er þó að taka fram að erfitt getur reynst aö aðskilja fjárbind- ingu veiða og vinnslu á síöustu árum. Hlutfall fjármunamyndunar af fjármunaeign í fiskveiðum og vinnslu er í samræmi við það sem að ofan greinir, hærra árið 1994 en Fjármunaeign í árslok (millj. kr.) Verölag hvers árs Magnvísitala, 1990=100 1960 1970 1980 1990 1994* 1960 1970 1980 1990 1994* Fiskveiöar 19 69 2.665 57.614 70.349 23,7 32,2 74,3 100,0 97,4 Vinnsla sjávarafurða 12 47 1.382 26.101 29.930 36,4 45,7 79,4 100,0 95,4 Þar af: Byggingar 6 27 953 15.180 15.980 40,8 54,5 91,0 100,0 91,2 Vélar og tæki 6 20 430 10.922 13.950 27,2 31,9 62,0 100,0 101,2 Sjávarútvegur alls 31 116 4.047 83.715 100.279 28,4 37,6 76,1 100,0 96,7 * Bráðabirgðatölur Fjármunamyndun (millj. kr.) 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994* Fiskveiðar Verðlag hvers árs 781 839 910 2.648 4.192 5.835 3.361 2.361 2.591 5.880 2.096 3.360 Magnvísitala 1990=100 132 117 99 223 311 366 165 100 104 229 74 111 % af fjármunaeign í fiskveiöum 7,2 6,3 5,2 11,8 16,4 17,7 7,3 4,3 4,3 9,2 3,1 4,8 Vinnsla sjávarafurða Verðlag hvers árs 521 749 1.137 1.358 1.440 1.509 1.265 1.730 1.413 1.408 1.679 2.400 Magnvísitala 1990=100 116 143 158 150 141 124 83 100 78 74 83 112 Þar af Byggingar 262 223 212 220 175 225 102 100 85 99 105 94 Vélar og tæki 66 116 139 126 129 89 76 100 75 67 77 118 % af fjármunaeign í fiskvinnslu 9,2 10,6 11,8 10,8 9,6 8,4 5,6 7,1 5,2 5,1 5,9 8,0 * Bráöabirgöatölur 36 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.