Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 5
1b í hlut nýkjörins formanns Sjo- 'ls íslands aö stýra samtökunr sjó- 1 lrarðvítugar kjaradeilur senr eink- vótakaup. Þegar viötaliö sem hér !iö var rúm vika til 25. nraí en þann «»1I sjómanna skella á. Síöasta verk- janúar 1994 var lokið nreð bráða- lirrillitíðinni hafa stjórnvöld gert hm kvótaviðskipti, svokallaða 15% a eru sanrnrála unr að er gagnslaus. I sanrstarfsnefnd senr skera átti úr II kvótaviðskipti og kveða upp úr- 1 hafa hætt þátttöku í starfi nefndar- íi að hún náði ekki utan um vanda- 't var ætlað að leysa. Það horfði þunglega í samningamál- um þegar Ægir settist niður með Sœvari Gunnarssyni formanni og spurði hann álits á stöðunni. „Það er ekkert samningahljóö í mönnum eins og er. Þó verð ég að fagna þeirri yfirlýsingu Kristjáns Ragnarsson- ar að það sé ekkert vandamál að leysa önnur mál en verðmyndunarmálin. Við höfum verið að hnoðast í þeim málum við hann í marga mánuði svo þessi yfir- lýsing kom okkur öllum verulega á óvart. Þetta hlýtur að þýða að útgerðar- menn gangi að því sem þegar er komið á blað," segir Sævar. Nú hafa sjómenn sett umrœdd verð- myndunarmál á oddinn í þessum við- rœðum og krefjast þess að allur fiskur verði settur á markað og markaðsverð greitt fyrir hann eða að viðmiðun við markaðsverð verði tekin upp. Hver eru helstu baráttumál önnur en þetta? „Það eru samningar um sérveiði- greinarnar, rækjuveiði, saltfiskvinnslu á sjó, tvíburatroll á humri og rækju og „hlerann" sem svo er kallaður. „Hler- inn" er bátur sem dregur troll með öðr- um bát en aðeins annar þeirra er veiði- skip." Er eitthvert þessara atriða sérstakt átakamál? „Það hefur veriö tekist harkalega á um rækjuveiðarnar og skiptaprósentu sem á að gilda á þeim. Um hin atriðin er ekki mikill ágreiningur. Þegar slitnaði upp út samningaviðræðum við útvegs- menn í febrúar í vetur komu útgerðar- menn þeirra skipa sem gera út á rækju- samningunum til viðkomandi félaga og gerðu samning nákvæmlega á þeim nótum sem við lögðum fyrir Kristján Ragnarsson og hann hafnaði. Ég lít svo á aö það mál sé afgreitt." Kristján hafnaði en útgerðarmenn skrifuðu undir Þannig að í því tilviki sýndu samtök útgerðarmanna mun harðari afstöðu en einstakir útgerðarmenn sem málið varð- aði. „Það eru alveg hreinar línur. Kristján hafnaði algjörlega því sem útgerð Pét- urs Jónssonar og Sunnu skrifuðu undir daginn eftir. Ég get lýst því yfir hér að þá vorum við sjómenn reiðubúnir til þess að loka samningum án þess að fara í verðmyndunarmálin. Það var mat okkar þá að leyfa ætti samstarfsnefnd- inni sem sett var á fót í maí í fyrra að klára það sem fyrir henni lá. Eftir að upp úr slitnaði kom í ljós að nefndin var alls ekki starfi sínu vaxin. Þess vegna tökum við þetta verðmyndunarmál inn í samningana núna og átökin verða harðari. Okkar höfuðkrafa er að þetta mál verði leyst." Settu sjómenn mikið traust á þessa satnstarfsnefnd og þá úrskurði sem hún átti að kveða upp? „Við fórum inn í þá nefnd af fullum heilindum, samtök sjómanna öll. Úr- skurður nefndarinnar í tveimur eins málum var með slíkum ólíkindum að ótrúlegt er. í öðru tilvikinu var það álit nefndarinnar að sjómenn hefðu verið látnir taka þátt í kvótakaupum. í seinna tilvikinu var úrskurðaö að svo hefði ekki verið en það mál var miklu stærra og viðameira og hefði haft mikið for- dæmisgildi. Við sögðum allan tímann að ef það mál næðist í gegn með réttum úrskurði væri stór sigur unninn. Bæbi þessi mál komu upp á Eskifirði. Það minna tengdist útgerðarmanni í Grindavík og þar var úrskurðaö að út- gerðarmaburinn ætti ab borga hlut úr keyptum veiðiheimildum. Stærra málið snerist um Hólmaborgina og þar var úr- skurðað þveröfugt. Þar var allt talið eðli- legt." Nefndin lét útgerðina beygja sig Umrœdd nefhd var skipuð fulltrúum sjómanna og útvegsmanna en oddamað- ur og formaður var Svavar Ármannsson framkvœmdastjóri Fiskveiðasjóðs. Lét nefhdin samtök útvegsmanna beygja sig í þessu máli? „Mín skoðun er að einmitt það hafi gerst. Starf nefndarinnar í heild sinni var gífurleg vonbrigði fyrir sjómenn." Hvað olli þessu getuleysi nefhdarinn- ar? „Hún hafði ekki afl til þess að taka á málinu. Þab eru gríðarlegir fjármunir sem velta á milli í kvótabraski, miklu meiri fjármunir en margur hyggur sem stendur utan við þetta. Veiðiheimildir í ÆGIR 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.