Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 10

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 10
„Hún er algjör og samtökin starfa saman af fullum heilindum. Menn hafa skiptar skoðanir en í dag eru engin vandamál og forystumenn starfa saman af heilum hug." Ótækt að smábátar valsi lausir í kerfinu Sjómenn á smœrri bátnm eru yfirleitt ekki félagar í sjómannafélögum og þið ekki þeirra viðsemjendur. Er ástœða til að breyta þessu? „Þetta er ekki vegna samstöðuleysis. Bátar undir 12 tonnum er ekki innan LIU og sjómenn á þessum bátum ekki aðilar að samningum. Það vantar við- semjanda fyrst og fremst. Þetta hefur oft verið rætt. Það hafa viða verið gerðir rammasamningar sem farið er eftir í stórum dráttum. Oftast eru það eigend- ur og nánir aðstandendur sem eru á þessum bátum og ég kannast ekki við nein vandamál í þessum geira. Hitt er svo annað mál að mér finnst alveg ótækt hvernig smábátarnir fá að valsa innan kerfisins. Afli þeirra hefur aukist úr 20 þúsund tonnum fyrir nokkrum árum í 40 þúsund tonn. Þessi aukning kemur niður á mínum um- bjóðendum og þetta verður að stöðva. Við getum ekki sætt okkur við að einn hópur búi viö aðrar reglur. Það verður að setja þak á afla þeirra." Nú eru Vestfirðingar ekki aðilar að boðuðu verkfalli. Á það rót sína að rekja til þess að Sigurður Ólafsson bauð sig fram til formanns Sjómannasambands- ins en beið lœgri hlutgegn þér? „Nei. Við erum góðir félagar og vinn- um saman í stjórn Sjómannasambands- ins. Vestfirðingar hafa sérstöðu að ýmsu leyti. Þeir hafa iðulega farið í verkfall án samflots við aðra og náð fram ýmsum sérmálum." Vil fá að semja Óttast þú langt verkfall? „Ég óttast það ef við berum ekki gæfu til þess að ljúka þessu áður en verkfal! skellur á. Fjögur síðustu verkföll sjó- manna hafa staöið í 13-15 daga. Við munum ekki standa upp frá þessu verk- falli fyrr en fiskverðsmálin verða leyst. Það munu þá einhverjir aörir segja okk- ur að standa upp." Á sjómannadag verða liðnir 15 dagar frá upphafi verkfalls ef það skellur á. Verður uppreisn meðal sjómanna ef ríkis- stjómin setur lög á verkfallið daginn fyr- ir sjómannadag? „Ég held að pólitíkusar hafi ekki kjark til þess aö stöðva verkfall með lagasetningu daginn fyrir sjómannadag en hvort þeir velja mánudaginn eftir, það er önnur saga. Ég hef aldrei hvatt og mun aldrei hvetja til lögbrota. Ég vil ekki lög. Ég treysti ekki ríkis- stjórninni til þess að setja lög sem við getum lifað við. Ég vil fá að semja fyrir mína umbjóðendur." □ Norðmenn veiða kópa Norska ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að leyfa veiði á 2600 selkópum. Þetta verður gert í vísindaskyni og beinast rannsóknir einkum að nær- ingu ungra kópa og fýsir vísinda- menn að vita hvað veldur sveiflum í viðgangi stofnsins milli ára. Rann- sókn þessi mun taka til að minnsta kosti 2250 dýra. 350 kópar verða veiddir í sérstakri rannsókn á ólík- um aflífunaraðferðum. Borin verður saman annars vegar sú leið að skjóta kópana með riffli og hinsvegar hin hefðbundna aðferð að rota þá með kylfu. Aðeins verða veiddir kópar sem farnir eru frá mæðrum sínum og hættir að sjúga. Áður fyrr voru selkópar veiddir mun yngri vegna skinnanna en því var hætt eftir verðfall á skinnum í kjölfar mót- mæla dýraverndunarsinna. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem veiðar á kópum eru leyfðar en nokkuð er jafnan veitt af fullorðn- um sel við Noregsstrendur og styrkir ríkisstjórnin þær veiðar. Það er enda yfirlýst stefna stjórnvalda að selveið- ar megi ekki leggjast af til þess að varðveita þær sem atvinnugrein og einnig til þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi í lífríkinu en eftir að sel- veiðum var hætt hafa selastofnar vaxiö svo að mörgum stendur stugg- ur af. Lítil mótmæli hafa heyrst við þessum áætlunum Norðmanna en þó stóð Brigitte Bardot fyrir mót- mælum fyrir utan norska sendiráð- ið í París og einhverjir fleiri hafa lát- ið í sér heyra. Norski utanríkisráð- herrann telur andófið þó aðeins mildan andvara samanborið við þann storm mótmæla sem skall á Norðmönnum eftir að þeir leyfðu hrefnuveiðar á ný 1993. (Norway Now - apríl 1995) Nítjánda verkfallið Samkvæmt samantekt Ægis hafa sjómenn 18 sinnum farið í verkfall frá 1916. 14 sinnum hefur verið samið án afskipta yfirvalda en fjórum sinnum hefur verkfalli lokið meö lagasetningu. Þaö var gert fyrst árið 1938, síðan árið 1969 eftir rúman mánuð, 1979 voru sett lög á verkfall farmanna eftir rúmar sjö vik- ur og í ársbyrjun 1994 setti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar bráðabirgðalög á verk- fall sjómanna eftir 13 daga verkfall í kjölfar verkfallsins 1994 voru sett lög um að skip mættu ekki selja eða leigja frá sér meira en 15% kvótans og eiga möguleika á að kaupa og leigja kvóta í staðinn. Sjómenn hafa lýst þessi lög gagnslaus til að koma í veg fyrir kvótavið- skipti með þátttöku sjómanna. Einnig var í kjölfar verkfallsins ákveðiö að koma á svokallaðri 50% reglu sem taka átti gildi næstu áramót. Samkvæmt henni mátti skip ekki taka á leigu meiri kvóta en sem nam 50% af eigin veiöiheimild- um. í samstarfssamningi núverandi ríkisstjórnar er fallið frá því að þessi regla komi til framkvæmda og sjómenn hafa ekki mótmælt því. 10 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.