Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 13
APRÍL ■H Ingimundur hf. á Siglufirði ■i semur við norska skipa- smíðastöð, Slippen Mek. Verksted í Sandnessjöen, um smíði á nýju rækjuskipi í stað Helgu RE og Helgu II RE sem verða úreltar. PPI Stöðfirbingar og Breiðdæl- iiil ingar slíta samstarfi sínu um rekstur fyrirtækisins Gunn- arstinds hf. Breiðdælingar hyggja á samstarf við Djúpavogsbúa en Stöðfirðingar ætla að standa einir í sínum atvinnurekstri. Samstarf milli sveitarfélaganna um þennan rekstur hafði staðið í þrjú og hálft ár. PPJ Viðræður hefjast í Ósló um ■■■ veiðar Islendinga í Barents- hafi og á Svalbarðasvæðinu. Tals- menn íslenskra útgerðarmanna hafa lýst því yfir að þeir telji eðli- legt að íslendingar fái að minnsta kosti 60 þúsund tonna kvóta í Barentshafi. PPV Slitnar upp úr viðræðunum ■PÍfl í Ósló eftir að Norðmenn bjóða 10 þúsund tonna kvóta í Barentshafi sem íslendingar telja algjörlega óásættanlegt. PPI Nokkur íslensk skip halda ififl til veiða í Síldarsmugunni fyrir austan land þar sem norsk-ís- lenski síldarstofninn gerir nú vart við sig. Slitrótt veiði er á svæbinu en nokkrir bátar sigla heim með dræman afla og hyggjast fara ab tilmælum stjórnvalda um að fresta veiðum um sinn. PPI Viðræður íslendinga við ■>■ Norðmenn um nýtingu norsk-íslenska síldarstofnsins halda áfram þrátt fyrir ósætti á öðrum vígstöbvum. Norskir síld- arbátar verða uppvísir að því að veiöa í Síldarsmugunni þrátt fyrir að norsk stjórnvöld hafi kallað veiðar íslendingar þar óhæfu. PM Grandi hf. greiðir hlut- ■PP höfum 8% arö vegna 1993, alls 87,6 milljónir, en hagnaður ársins varð 153 milljónir. SJÁVARSÍÐAN MAÐUR MÁNAÐARINS Maður mánaðarins er Ármann Ármannsson útgerðarmaður og framkvæmda- stjóri Ingimundar hf. Nýlega var gengið frá samningum Ingimundar við Slippen Mek. Verksted í Sandnessjöen í Noregi um smíði á nýju og glæsilegu frystiskipi sem verður með stærstu rækjutogurum íslendinga. Skipið verður sérhæft til rækjuveiða og mun frysta allan afla um borð. Karfalína verður um borð í skipinu og Ingimund- ur hf. ræður yfir 2.600 þ.í.g.tonna kvóta svo skipinu bjóðast ýmsir möguleikar. í stað nýja skipsins úreldir Ingimundur Helgu RE 49 og Helgu II RE 373 sem fyrirtækið hefur gert út til þessa. Nýja skipið, sem kemur til landsins í júní 1996, verður 4000 rúm- metrar, 61 metri á lengd og 13 metrar á breidd. Vélarstærð 4500 hestöfl. Skipið er 1900 brl. en það er hannað hjá Skipsteknisk AS í Álasundi. Ármann vildi ekki gefa upp kaupverð skipsins en sagði að það væri dýrt. „Viö höfum selt mikiö af eignum til þess að mæta þessu. Það var allt selt fyrir norðan svo það má segja aö við séum að færa okkur úr landvinnslu yfir í útgerð eingöngu. Eins og ástandið er nú eru aðstæður góðar í rækjuveiðum svo þetta lítur mjög vel út," sagði Ármann í samtali við Ægi. Ármann Ármannsson er fæddur í Reykjavík 2. mars 1949, sonur hjónanna Ármanns Friðrikssonar skipstjóra og útgerðarmanns og Ragnhildar Eyjólfsdóttur sem bæði voru frá Vestmannaeyjum. Ármann fór 13 ára til sjós með föður sínum á Helgu RE og aflaði sér skipstjórnarréttinda og var skipstjóri á Helgu II í 12 ár en kom í land fyrir 14 árum. Ármann er kvæntur Sjöfn Haraldsdóttur myndlistarkonu. ORÐ í HITA LEIKSINS „Einar Oddur er að vísu búinn að blessa yfir stjórnarsamstarfið, en við eigum eft- ir að sjá ritningartextann sem fyrirbænin byggist á." Forystugrein í BB á ísafirði bergmálar áhyggjur vestfirskra sjómanna. „Norðmennirnir halda að með nýrri ríkisstjórn hér á landi hafi orðið stefnubreyt- ing en ég hef trú á að Haildór Ásgrímsson verði fastur á okkar hagsmunum." Jóhann A. Jónsson útgerðarmaður á Þórshöfn í samtali við Dag á Akureyri. „Tíminn vinnur afdráttarlaust með okkur varðandi kvóta í Barentshafi." Friðrik Guðmundsson framkvæmdastjóri Tanga á Vopnafirði í samtali við Dag. „En á undanförnum mánuðum talar maður við fúla Færeyinga sem fá ekki Poly-Ice toghlera á grænlenska rækjutogara." Jósafat Hinriksson iðnrekandi í fréttabréfi J. Hinrikssonar hf., Poly-Ice. „Aður fyrr þótti manni gaman að fást við útgerð og var ávallt að reyna að gera sitt besta en núna fáum við aldrei frið fyrir skriffinnsku og hnýsni hins opinbera og það er ákaflega lýjandi til lengdar." Guðrún Lárusdóttir útgerðarmaður í Hafnar- firði segir Fiskifréttum frá samstarfinu við Fiskistofu. „Því hljótum við að gera þá kröfu til ríkisvaldsins að þessar 13-14 opinbem stofn- anir sem hafa eftirlit með hverju sjávarútvegsfyrirtæki, taki upp hagræðingu og samræmingu svo lækka megi þennan kostnað." Sigurbjörn Svavarsson útgerðar- stjóri Granda lýsir vaxandi eftirlitsbákni fyrir Fiskifréttum. ÆGIR 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.