Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 18

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 18
AFLI Heildarafli hefur dregist nokkuð saman milli ára enda var árið 1993 annað mesta aflaár íslandssög- unnar sé miðað við heildaraflamagn einvörðungu. Ástæður samdráttarins eru einkum þær að loðnuafli var um 200 þúsund tonnum minni árið 1994 en árið áður auk þessa sem þorskafli er mikið skertur. Á móti vegur að úthafskarfaafli meira en tvöfaldaðist milli ára auk þess sem ýsuafli var með ágætum. Minni breytingar uröu á aflamagni ann- arra tegunda. Heildaraflinn á árinu 1994 að undanskildum veiðum á fjarlægum miðum var um 1.510 þúsund tonn. Aflinn var hins vegar 1.700 þúsund tonn árið 1993. Árið 1992 var heildaraflinn 1.670 þús- und tonn. Gerð er grein fyrir veiðum á fjarlægum miðum sérstaklega í kafla annars staðar í blaðinu og er sú veiði ekki meötalin í því sem hér greinir. Meðfylgjandi mynd sýnir heildarafla íslendinga á tímabilinu 1969-1994. Mestur afli fékkst árið 1988 en hann varð yfir 1.750 lestir á því ári. Næst mestur varð svo aflinn árið 1993 eins og áður greinir. Ef litið er sérstaklega á síðustu 15 ár sést að aflinn hefur verið nokkuð stöðugur í u.þ.b. einni og hálfri milljón lesta. Þær undantekningar sem sjá má á myndinni skýrast af því aðallega að loðnuveiðar voru að mestu bannaðar á árunum 1982 og 1983 svo og árið 1991. Verðmæti Tegundaskipting heildaraflans síðustu 2 ár svo og skipting aflaverðmætis er sýnd á meðfylgjandi myndum. Svo sem að framan greinir hefur loðnu- afli langsamlegast mestu áhrifin á heildaraflamagn ár hvert enda er magn hans yfir helmingur alls afl- ans í góðu ári. Hlutdeild loðnunnar í verðmæti heildaraflans er þó einungis um 6% á síðasta ári og 7% áriö 1993. Á sama hátt má benda á að þrátt fyr- ir að krabba- og skeldýr séu einungis 4-6% af heild- arafla síðustu tvö ár er verðmæti þessa afla 16% af verðmæti alls afla árið 1994 en 13% árið 1993. í krónum talið nam aflaverðmætið 49,1 millj- arði króna árið 1994 en var 49,5 milljarðar árið á undan. Þannig hefur lítil breyting oröiö á aflaverð- mætinu milli ára sé miðað við krónur. Árið 1992 var verðmæti aflans 48,4 milljarðar en árið 1991 var verðmæti heildaraflans töluvert hærra eða um 51,3 milljarðar. Heildarafli 1969-1994 Þúsundirtonna Fiskifélag íslands Tegundaskipting heildarafla £. Annað 10% Krabbi og skel 4% Loðna 55% / Annað 14% Krabbi og skel 6% Grálúða 2% Karfi 7% Ufsi 4% Ysa 3% Grálúða 2% Karfi 9% Ufsi 4% 1993 Þorskur 15% 1994 Þorskur 12% Fiskifélag íslands 18 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.