Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 40

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 40
ÍSLENSK VÖRUÞRÓUN H.F. íslensk vöruþróun hf „Þab er mín skoðun að línan geti opnað fleiri möguieika og stækkað kökuna og nú séu augu manna að opnast fyrir þeim margvíslegu kost- um sem hún býr yfir," sagði Jóhann H. Bjarnason hjá Islenskri vöruþróun hf. en það fyrirtæki hefur þróað fyrsta fjölmælibúnaðinn fyrir línu- veiðibáta sem hefur vakið verðskuld- aða athygli meðal sjómanna og nýtur vaxandi vinsælda. Kerfið samanstendur af stjórnbúnaði á spil, tölvubúnaði og gagnagrunni. Átakið á línuna er mælt og viðvörun gefin við ákveðin mörk og hraðinn mældur í krókum á mínútu. Línan er lengdarmæld og stöðugt skráð af hvaða rekka er verið að draga og hve mikill afli kemur á hvern rekka og allir fiskar eru taldir og heildarfjöldi sést samstundis eftir hverja veiðiferð og áætlað magn í tonnum. Með þessum búnaði er auðvelt að halda mjög nákvæma veiðidagbók því tölvan geymir mikið magn upplýsinga um hverja veiðislóð, dýpi, staðsetningu, fiskafjölda á hverjum rekka o.s.frv. Þetta fæst sjálfvirkt með tengingu við GPS- tæki og dýptarmæli. Upplýsingarnar er auðvelt að skoða á margvíslegan hátt og leitarmöguleikarnir aukast stöðugt. Að sögn Jóhanns er augljóst að bún- aður þessi, sem heitir LineTec 2000, eyk- ur mjög arðsemi línuveiða þar sem hraðastýring kemur í veg fyrir að fiskar tapist af í drætti, nákvæm átaksmæling Starfsmenn íslenskrar vöruþrónuar, að framan frá vinstri: Jóhann H. Bjarnason og Sigurbjörn Jónasson. Að aftan frá vinstri: Arinbjörn V. Clausen og Ketill Gunnarsson. Á myndina vantar Jóhann H. Sveinsson. minnkar hættu á sliti í festu, jafnar út hreyfingar skipsins og markviss skráning upplýsinga eykur nákvæmni veiðanna. Síðast en ekki síst auðvelda línuveiðar með þessum hætti könnun nýrra veiðislóða. Tilkostnaður vegna veiðar- færataps er minni við að þreifa fyrir sér á úfnum botni og á miklu dýpi með línu en trolli. Þetta kemur sérstaklega í ljós þegar skip sækja í auknum mæli á lítt kannaðar slóðir eins og t.d. á Reykjanes- hrygg en nú er fyrsta línuskipið með LineTec 2000 búnað farið til tilrauna- veiða þar. Það er Jón Gunnar Helgason útgerðarmaður og eigandi Jónínu Jóns- dóttur SF sem leggur til skipið en íslensk vöruþróun hf. leggur til fjölmælibúnað- inn og nýjan stjórnbúnað við veiðarnar. Norskur línuframleiðandi leggur til nýja tegund af línu sem á að reyna. „Komi í ljós að slíkar veiðar borgi sig þá opnast stórt veiðisvæði fyrir stærri hluta flotans en áöur," segir Jóhann. „Við höfum lagt mikla áherslu á að tölvubúnaðurinn sé sem allra notenda- vinsamlegastur og auðveldur í um- gengni. Þó tölvukunnátta sé orðin tals- vert útbreidd þá skipir viðmótið miklu máli og ég tel að það hafi tekist." Línuveiðibúnaðurinn frá íslenskri möguleika vöruþróun hf. hefur þegar verið settur um borö í nokkur skip eins og Skarf GK, Kóp GK og báða Tjaldana sem teljast til sérhæfðra línuveiðara og þar á meðal argentískt 50 metra langt línuveiðiskip sem fiskar á línu á 2.400 metra dýpi en slíkt þætti nokkuð svaðalegt hér heima. Norskt fyrirtæki hafði milligöngu um sölu búnaðarins og norsk fyrirtæki sem eru þau stærstu á sínu sviði í heiminum fylgjast grannt með framleiðslu Is- lenskrar vöruþróunar. Nú er verið að setja upp LineTec línuveiðibúnað í fyrsta stóra norska línuveiðarann. íslensk vömþróun hefur einnig hann- að mælibúnað fyrir togskip sem sam- anstendur af átaksmælum sem fylgjast með lengd og átaki á vírunum og trygg- ir þannig hámarksopnun á trollinu og eykur upplýsingastreymi til skipstjórn- armanna. Þann búnað, TrawlTec 1500 er hægt að nota með sama tölvubúnaði og LineTec. Þeir félagar í íslenskri vöruþró- un hf. hafa einnig leitt hugann að svip- uðum búnaði fyrir dragnótaveiðar sem nú eru stundaðar í vaxandi mæli. TrawlTec er þegar komið um borð í 8 togara þar á meðal 7000 tonna rússnesk- an úthafstogara og fjöldi fyrirspurna liggur fyrir bæði frá íslenskum og er- lendum aðilum sem hyggja á karfaveiö- ar á Reykjaneshrygg. Búnaðurinn hentar vel togbátum og togurum af öllum stærðum á hefðbundnum fiskveiðum, humarveiðum og rækjuveiðum. íslensk vöruþróun hf. er rúmlega tveggja ára gamalt fyrirtæki ungra ibn- aöartækna sem allir útskrifuðust í iðn- tæknifræbi úr Tækniskóla íslands. Þeir hafa beint hugviti sínu að nýjum bún- aði og að endurbótum á veiðarfærum. „Okkar sérstaða felst í því að sami búnaöurinn nýtist að miklu leyti við mismunandi veibarfæri. Við viljum sér- staklega koma á framfæri þökkum til skipstjóra og fiskimanna sem hafa unn- ið með okkur að þróuninni en án þeirra hefbi þetta aldrei tekist. Þessir menn hafa upp til hópa reynst okkur geysi- vel." □ 40 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.