Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 9
Boðun verkfallsins í fyrra velktist fyrir fé- lagsdómi og ekkert gerðist á meðan. Það fékkst ekkert rætt meðan verðmyndun var óútkljáð. Ég óttast að það fari á sama veg núna. Við boðuðum verkfall núna með 21 dags fyrirvara og því hefði verið tími til þess að vinna að öðrum málum ef vilji hefði ver- ið fyrir hendi." 85% útgerðarinnar í eigu fiskvinnslunnar Nú liafa kannanir sýnt að algengt er að um helmingi muni á verði á markaði og í fóstum viðskiptum. Vitið þið hve margir sjó- menn búa við fóst viðskipti og hver margir við markaðsverð? „Langflestir eru í beinum viðskiptum og verða að sætta sig við einhliða ákveðiö verð kaupandans. Um það 30% af bolfiski er selt á markaði en þar fyrir utan er öll rækja og allur bræðslufiskur. Af heildarveiði fara því ekki nema 8-10% gegnum markaði. 80-85% af allri útgerð í landinu eru í eigu fiskvinnslunnar svo það eru hæg heimatökin. Þab hefur verið tekist fast á um þessi mál á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Akureyri og Grindavík. Þau átök hafa endað með fullum ósigri sjómanna. í framhaldinu fengum við Samtök fiskvinnslu án útgerðar til þess að gera tilboð í aflann á nokkrum stöðum þar sem föst viðskipti eru tíðkuö. Það mál er fyrir félagsdómi. Það hefur dreg- ist of lengi og óhóflega hjá okkar lögmönn- un en ég hef krafist niðurstöðu í þessum mánuði." Eru hagsmunir sjómanna ólíkir eftir því hvar á landinu þeir búa? „Nei það eru minni skil milli sjómanna í þessum efnum en í mörgum öðrum starfs- greinum. Ég þekki vel til á landsbyggðinni þar sem ég er alinn upp á Ólafsfirði og bú- settur í Grindavík. Hagsmunir sjómanna eru líkir hvar sem er á landinu. Það eru mun meiri skil eftir útgerðarflokkum, sér- staklega hefur bátaflotinn átt undir högg að sækja undanfarin ár." Erum að berjast fyrir fiskvinnslufólk líka Það hefur talsvert verið bent á að fjöldi fiskvinnslufólks missi vinnuna við verkfall sjómanna og sumarvinna skólafólks sé í upp- námi. Hvað viltu segja um þetta? „Kristján Ragnarsson sagði um daginn að krafa okkar um allan fisk á markað væri bein aðför ab því ágæta fiskverkunar- fólki sem þá var nýbúið ab gera samninga. Ég spyr á móti: Hvað er abför að starfsöryggi fiskverkafólks ef það er ekki sala á veiðiheimildum þvert og endilangt um landið? Ég tel að með baráttu sinni séu sjómenn að vinna fyrir hagsmuni fisk- vinnslufólks líka." Síðasti samningur sem útvegsmenn og sjómenn gerður var felldur í haust, fyrst afminni sjómannafélögum og síðan afstjórn LÍÚ. Kom það ykkur á óvart? „Já, það gerði það. Mér fannst stjórn LÍÚ sýna vantraust á sinn formann með því fella hann. Það gildir öðru um forystu sjómanna og er ekkert vantraust á hana þar sem 40 félög þurfa að taka afstöðu og eðlilega sýndist sitt hverjum. Þar sem sjómenn tóku afstöðu í allsherjaratkvæðagreiðslu sögðu 80% sjómanna já, einkum vegna hagstæðra ákvæða um hafnarfrí á frystitogurum." Nú kusu FFSÍ og vélstjórar að standa utan við þann samning sem á endanum var felldur. Hvemig er samstöðu sjómanna háttað íþessum aðgerðum? ÚTGERÐARMENN SKIPSTJÓRAR Háþrýstiþvottur med 800 - 1000 bar þrýstingi tryggir árangur iríd málun! Sléttur botn sparar olíu og peninga. 800 bar þrýstingur hreinsar alla gamla botnmálningu í burtu. Hreinsum alla lausa málningu og ryð af skipsskrokkum og millidekkjum. STUR HAMRABORG 7, 200 KÚPAV0GI SÍMI: 564 2295, BÍLASÍMI: 985 - 32882 BÍLASÍMI EFTIR 3 JÚNÍ:853 2882 ÆGIR 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.