Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 8

Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 8
Davíð Oddsson hafði þá aldrei rætt við neinn for- ystumanna sjómanna um þessi mál. Ef þetta brýtur ekki trúnað milli manna þá veit ég ekki hvað gerir það. Ef æðsti stjórnmálamaður landsins leyfir sér að haga sé meö þessum hætti get- um við alls ekki treyst hon- um. Eg bind engar vonir við aögerðir ríkisstjórnar- innar og treysti Davíð Oddssyni ekki." Hver er Baldur og hver er Konni? Grétar Mar Jónsson skip- stjóri sagði í viðtali í síðasta tbl. Ægis að Þorsteinn Páls- son og Kristján Ragnarsson vœru eins og Baldur og Konni. Er hann þá með Davíð á hinu hnénu? „Eg get tekið undir orð Grétars en vil ekki, að svo komnu máli, blanda for- sætisráðherra inn í þá lík- ingu. Þorsteinn og Kristján hafa verið nákvæmlega eins og Baldur og Konni í við- ræðunum við Norðmenn." Alþingi sægreifanna Ef þú lítur yfir nýkjörið Alþingi, hverja sérðu sem talsmenn sjómanna þar inni? „Þú setur mig svolítið á gat. Guðmundur Hallvarðs- son hefur verið talsmaður sjómanna og á traust mitt. Mér sýnist hinsvegar marg- ir þingmenn og ráðherrar hafa góð tengsl inn í út- gerðaraðalinn. Ég nefni sem dæmi Halldór Ásgríms- son sem er tengdur útgerð á Hornafirði. Ingibjörg Pálmadóttir er gift Haraldi Sturlaugssyni á Akranesi. Þetta eru aðeins tvö dæmi um fulltrúa sægreifanna á þingi. Vilhjálmur Egilsson Hver er maðurinn? Sævar Gunnarsson formaöur Sjómannasambands íslands er alinn upp við sjósókn viö fótskör hárra fjalla noröur í Ólafsfirði þar sem hann fæddist 3. ágúst 1943. Hann er næstelstur fimrn sona hjónanna Gunnars Björnssonar og Birnu Björnsdóttur. Sævar kynntist snemma baráttu fyrir bættum kjörurn sjómanna og umræðu um réttindamál þeirra því faðir hans var um árabil formaður sjómannafélagsins í Ólafsfiröi. Sævar fór ungur til sjós og var 15 ára gamall háseti á Einari Þveræing sem Magnús Gamalíelsson á Ólafsfiröi gerði út. Síð- ar lá leiö hans um ýmsa þekkta báta á Ólafsfiröi s.s. Ólaf bekk og Sæþór. Sævar fékkst við bátasjómennsku frá Ólafsfirði til 1965 en þá fluttist hann suöur á land og var á Héðni frá Húsavík og ísleifi frá Þorlákshöfn en 1974 flutti hann til Grindavíkur þar sem hann hefur verið búsettur síöan. Sævar hefur 1.000 hestafla vélstjórnarréttindi frá 1965, svokallað Fiskifélagspróf. Hann hefur lengst af veriö véistjóri á þeirn bátum sem hann hefur róið á. í Grindavík var Sævar á ýmsum bátum s.s. Hópsnesi og Hafbergi en samfleytt í átta ár nteö Guðjóni Einarssyni skipstjóra á Geirfugli, Skarfi og Gauk sem allir eru gerðir út af Fiskanesi í Grindavík. Sævar varð formaður Sjómanna- og vélstjóraféiags Grindavíkur árið 1983 og 1987 hengdi hann upp sinn sjóstakk og skrúflykil, hætti sjómennsku og hefur starfaö ötullega að félagsmálum sjómanna síðan. Hann var kosinn varaformaöur Sjómanna- sambandsins 1992 og hefur setið í forystusveit sambandsins, framkvæmdastjórn og sambandsstjórn í 10 ár. Sævar er giftur Rannveigu Hallgrímsdóttur og þau eiga fjög- ur börn; Gunnar, Rósmund, Guöjón og Hólmfríöi. Sonunum kippir nokkuð í kyniö því þeir hafa allir fengist eitthvað við sjómennsku og Rósmundur er háseti Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Allir bræður Sævars hafa stundaö sjómennsku rneira og minna, sumir áratugum saman og eru enn til sjós. Sævar sagðist í samtali við Ægi vera óhræddur við að láta dænta sig af verkum sínum og þessvegna mætti líta á verkfall sjómanna sem prófstein á forystu sjómannasamtakanna. En það væri þó háð því aö forystan fengi aö ljúka ntálinu án af- skipta annarra. og Stefán Guðmundsson böröust harkalega gegn skoðunum sjómanna á þingi sl. vetur. Þannig sýnist mér sjó- menn ekki eiga mikinn skilning meðal alþingis- manna nema kannski á sjó- mannadaginn þegar við erum hetjur með salt í hár- inu." Finnst þér vera meiri harka og óbilgirni í sam- skiptum samtaka sjómanna og útgerðannanna í dag en áður var? „Ég minnist þess fyrir um 10 árum að útgerðar- menn í Grindavík hikuðu ekki við að koma niður á bryggju um miðjar nætur til að gera upp leigubíla fyr- ir áhöfn úr Reykjavík. Þá var skortur á sjómönnum og varð að taka það sem bauðst. í dag er þessu öfugt farið. Það er offramboð á fólki og atvinnuleysi og þetta vopn komið í hendur útgerðarmanna. Þetta sést best í átökum um fiskverð- ið þar sem sagt er við sjó- menn: Ég ætla að borga þessar x krónur fyrir aflann og ef ykkur líkar það ekki getið þið leitað ykkur að annarri vinnu. Það er nóg fólk. Hitt er svo annað mál að samningar sjómanna og út- gerðarmanna eru í mörgum tilvikum mjög loðnir og þaö er löngu tímabært að aðilar setjist niður og komi sér saman um túlkun ein- stakra atriða. Þannig mætti í mörgum tilvikum komast hjá deilum. Mér finnst þetta oft leiöinlegar deilur um smáatriði og mér sýnist samningar annarra oft vera skýrari og auðskildari og hreinn barnaleikur miðað við okkar samninga. 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.