Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Síða 6

Ægir - 01.11.1995, Síða 6
Ég hef engar sérstakar áætlanir um að stækka fyrirtækið eins og er. Þetta hús- næði er 200 fermetrar og leyfir ekki mikið meiri umsvif en lóðin er stærri og býður upp á stækkun. Stundum gæti ég vel þegið að geta komið meiri fiski í gegn en stundum er ég feginn að þetta er þó ekki stærra." Eru miklir snúningar við að sœkja uppboðin á mörkuðunum? „Síðan þetta varð allt samtengt þá er þetta mjög þægilegt og maður fer bara á einn staö. Hérna í Hafnarfirði er nóg að fara á Fiskmarkaö Hafnarfjarðar. Ég hef lítið reynt að komast í föst viðskipti með hráefni og þess vegna eig- um við mikið undir mörkuðunum og erum því aðeins til að þeir séu til. Það er auðveldara að eiga við þetta nú en áður meðan allt hráefni var bundið í einhverjum viðskiptum en það eru töluvert miklar breytingar í þessum bransa, menn koma og fara." Hvað er góðæri? Heldur þú að þið séuð komnir á lygn- an sjó og yfir það versta? „Já, ég vona það. Ég veit ekki hvort það eru einhverjar sérstakar sveiflur í þessu eins og rjúpnastofninum. Best er ef þetta gengur svona jafnt og þétt og best er ef þarf aldrei að senda fólkið heim vegna hráefnisskorts." Nú sést á afkomutölum stórra fyrir- tœkja í útgerð og fiskvinnslu, bœði fyrir síðasta ár og það sem af er þessu, að hagnaður er nokkur og meiri en verið hef- ur. Er þetta góðœri líka hjá þeim minni í greininni? „Stór fyrirtæki hafa mörg tækifæri til hagræöingar sem smá fyrirtæki hafa ekki. Ég þykist vita að hjá stóru frysti- húsunum séu einhver hráefnisverð í gangi sem eru vinnslunni hagstæð. Ég myndi kannski ekki kalla þetta góðæri hjá litlum fyrirtækjum en það gæti sjálfsagt verið verra." Reglur um krókabáta hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki „Við erum í stöðugri baráttu um hrá- efnið og nú á þetta eftir að versna mikið þegar banndögum krókabáta fjölgar. Þær ráðstafanir sem gerðar voru til að fækka veiðidögum þeirra eiga eftir að hafa mikil áhrif og eflaust munu mörg smáfyrirtæki hreinlega loka í desember og janúar af því þau hafa að mestu reitt sig á afla krókabáta." Grétar Friðriksson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar sagði í 10. tbl. Ægis 1995: „Sú tilhneiging að smærri útgerðaraðilum fækkar óðfluga er stærsta ógnunin við tilveru okkar því þetta eru einkum þeir aðilar sem leggja upp hjá okkur. Stóru útgerðarfyrirtækin nota ekki markaðina nema aö litlu leyti." Ertu sammála þessu og er samkvœmt þessu ekki áminnst tilhneiging ógnun við tilvist lítilla fyrirtœkja eins og þíns? í Blátúni geta allir gengið í öll störf í vinnslunni og hér gerir Lárus sig líklegan til þess að flaka þorsk. 6 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.