Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1995, Page 13

Ægir - 01.11.1995, Page 13
SJAVARSIÐAN SEPTEMBER í fyrirtækinu sem á og rekur þrjá verksmiöjutogara og einn ísfisk- togara. PH Þrátt fyrir aö hafa hækkað BU lifrarverð um þriðjung gengur Lifrarsamlaginu í Vest- mannaeyjum illa að fá hráefni til lands en sjómenn eru tregir til að leggja á sig vinnu við að hirða lifrina. OT A aðalfundi Landssam- lai bands íslenskra smábáta- eigenda verða þau tíðindi að Bergur Garðarsson af Snæfellsnesi býður sig fram gegn sitjandi for- manni Arthuri Bogasyni. Hann hefur ekki erindi sem erfiði því Arthur er nær einróma endurkjörinn. Vfl ísfélag Vestmannaeyja ■■f íhugar kaup á færeyska loðnuskipinu Kristjáni í Grjótinu en samningar takast ekki. PH í Fréttum í Vestmannaeyj- 1M! um er sagt frá því að fyrstu átta mánuði ársins voru 48% af afla Vestmannaeyjaskipa unnin heima en á öllu síðasta ári var þetta hlutfall rétt um 40%. PJI Nýstofnað fyrirtæki, Hala- tsiia klettur hf. á Breiðdalsvík, kaupir Hersi ÁR af Ljósavík í Þorlákshöfn. Skipiö, sem hefur fengið nafnið Klettur SU 100, er kvótalaust en fer á rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. PPl Beitir NK heldur til kol- Kfii munnaleitar suður af iand- inu en áhugi er meðal útgerðar- manna á slíkum veiðum eftir að Örfirisey RE lóðaði á kolmunna- torfur þar. Beitir er eitt fárra skipa sem ræður við kolmunnaveiðar eitt síns liðs en tvíburatroll hentar ágætlega við veiðarnar. M Línusjómenn vilja fella Kál ákvæði um línutvöföldun úr gildi. Mikið kapphlaup er meðal línuskipa á tvöföldunartimanum og óttast menn að sóknarkappið verði forsjálninni yfirsterkara. MAÐUR MÁNAÐARINS Maður mánaðarins er Einar Jónsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, sér- fræðingur stofnunarinnar í smokkfiski, en í októbermánuði vakti leiðangur Örfiris- eyjar RE í smokkfiskleit mikla athygli, ekki síst fyrir miklar kolmunnatorfur sem vart varð við. Þaö voru Grandi hf. og Hampiðjan sem stóðu að leiöangrinum með Hafrannsóknastofnuninni. Einar Jónsson er fæddur og uppalinn á Núpi í Dýrafirði. Hann varð stúdent frá MR en nam síðan fiskifræði við háskólann í Kiel í Þýskalandi og kom til starfa á Hafró 1976 og hefur verið þar síðan. Hann er ekki með öllu ókunnugur tilraunaveiöum á smokkfiski því hann var í krafti síns embættis um borð í Elínu Þorbjarnardóttur við samskonar til- raunaveiðar í ísafjarðardjúpi 1979. Þá var Trausti Egilsson í áhöfn Elínar en hann var skipstjóri á Örfirisey í ábur téðum leiðangri. Ekki varð beinlínis mikill árangur af leiðangrinum talið í tonnum af smokkfiski en Einar sagði að helsta ástæða þess væri sú ab betra veiðarfæri þyrfti til þess að veiða smokk en Örfirisey var með í leiðangrinum. Einnig væri augljóst að smokkurinn væri býsna sprett- harður og þyrfti trúlega að huga að toghraða og hönnun veiðarfæra til þess að veiða hann í flottroll. Ljóst væri að smokkfisk væri að finna í einhverju magni suð- ur af landinu en þessi leiðangur hefði ekki leitt í ljós hve mikið það væri. Einar sagði í samtali viö Ægi að smokkfiskurinn væri merkileg skepna sem ekki væri mikið vitað um. Hann hefði komið á miðin við ísland um það bil á þriggja ára fresti um langan aldur en horfið á árunum 1960 til 1970 og aöeins orðið vart tvisv- ar sinnum síðan. Sama þróun hefði orðið á Noregsmiðum en engin skýring væri þekkt á þessu né heldur á lífsferli smokkfisksins og uppeldi. Þegar Einar er ekki að stúdera smokkfisk er sérgrein hans á Hafrannsóknastofn- uninni að fylgjast með vexti og viðgangi ýsustofnsins. Hann sagði að í þeim stofni væru nokkrar sveiflur en á heildina litiö þyrfti ekki að hafa áhyggjur af honum. ORÐ í HITA LEIKSINS „Mér leiðist i skóia og vil bara vera á sjó." Aðalujörn Frímannssson, 15 ára Ólafs- firðingur, í viðtali við Múla eftir 35 daga launalausa veiðiferð í Smugunni. „Það er hreinlega óskiljanlegt hvernig staðið var að þessu." EirÍkur TÓMASSON í Grindavík talar viö Víkurfréttir um leigu á kvóta og skipum íslenskra aðalverktaka til ÚA. „Guðfinnur sagöi lítið, bara hlustaði, en Kristján LÍÚ formaður sá um að spyrja." Garðar Gíslason forstjóri Vélaverkstæðisins Þórs í Vestmannaeyjum segir Fréttum frá heimsókn Kristjáns Ragnarssonar og Guöfinns Johnsen. Þór smíbar sjálfvirkan sleppibúnað en LÍÚ hefur lagst gegn lögbindingu hans. „Vestmanneyingar eru ennþá þaö miklir einstaklingshyggjumenn að það reyna allir sem einn að bjarga sér og hugsa ekkert um heildina." Jóhann JÓNSSON í Lifrar- samlaginu ávítar Vestmanneyinga í Fréttum. „Það stoðar ekki að standa skælandi á bryggjunni með gúmmívettlingana reyrða upp að öxlum. Fiskurinn í sjónum er búinn." Svartsýnn leiðarahöfundur í Eystra- horni ræður mönnum frá sjósókn en hvetur til iðnaðar. ÆGIR 13

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.