Ægir - 01.11.1995, Qupperneq 18
Bæöi notuðu nótaskipin sem bætast í
flotann að vori munu verða í stakk búin
til að kæla aflann.
Kostnaður við að setja sjókælikerfi í
gamalt nótaskip veltur á tugum milljóna
og ein skýring þess er sú að kerfið er svo
orkufrekt að bæta þarf við orku-
framleiðslu skipsins með nýrri ljósavél.
Fjöldi nótaskipa eftir aidri
■ 1960 og eldri gj 1970-1980
^ 1960-1970 1980ogyngri
Sjókælitankar eru ekki ný bóla því
þeir sáust fyrst í íslensku skipi í lok síldar-
áranna um borð í Héöni ÞH.
Tvenns konar kröfur em gerðar. Sé um
bræðslufisk að ræða er talið betra að nota
ísblöndunarkerfi sem notar ferskvatnsís
til að forðast of hátt saltinnihald í
mjölinu en eigi að landa t.d. síld til
manneldis er sjókælikerfi talið betra.
Nótaskip sem vill geta sinnt báðum þess-
um þörfum þarf því að vera búið til þess.
Flotinn kominn að
endimörkum vaxtar
Finnbogi Alfreðsson, framkvæmda-
stjóri Fiskimjöls og Lýsis í Grindavík,
sagði í samtali við Ægi að loðnuflotinn
væri löngu kominn aö endimörkum
vaxtarins og að sínu mati væri ekki verj-
andi að breyta frekar þeim skipum sem
mynda stærsta hluta flotans t.d. með því
að setja sjókælikerfi um borð í þau.
„Við teljum einfaldlega að þessir
gömlu skrokkar þoli ekki meira og sýnist
notað skip vera skásti kosturinn."
Eigendur Fiskimjöls og Lýsis reka
útgerðarfyrirtækið Sigluberg sem gerir út
loðnuskipin Háberg og Sunnuberg sem
bæði er smíðuð árið 1966.
„Við erum að leita fyrir okkur með
kaup á notuðu nótaskipi 10-15 ára
gömlu sem hefði svipaða burðargetu og
þessi tvö samanlagt og vonumst til þess
að það geti orðið að veruleika um ára-
mót. Við sjáum engan grundvöll fyrir
því að smíða nýtt nótaskip, það er lang-
ur vegur þar frá. Miðað við það sem
þessi skip mega veiða nú er enginn
grundvöllur og auk þess kostar hver
rúmmetri í úreldingu núna um 60 þús-
und krónur."
Þegar nýtt skip er smíðað þarf að úr-
elda jafnmarga rúmmetra úr flotanum á
móti. Mörgum finnast þessar reglur úr-
eltar með öllu.
„Við getum ekki treyst á neitt nema
loðnuna og Suðurlandssíldina á haustin.
Síldarsmugan er algjör óvissa og ekkert
til að stóla á og vonir um meiri veiði þar
breyta forsendum okkar ekkert."
Finnbogi sagði að framboð á notuð-
um nótaskipum væri ekki mjög mikið,
helst í Noregi og á Skotlandi, en margir
virtust vera í eignakönnun og væru
tregir til ab selja þegar á reyndi. Hann
taldi ab íslenski nótaflotinn væri um
þab bil tveimur kynslóbum á eftir t.d.
þeim norska.
„Norðmennirnir eru mikið með skip
sem bera 1200-1400 tonn og geta fryst
um borð og eru með sjókælikerfi og
ganga 12-14 mílur. Þeir eru nú að láta
smíba fyrir sig skip sem bera 1500-1600
tonn í tönkum, eru ekki með frystingu
og ganga 15-16 sjómílur fullhlaðin.
Sum þessi nýjustu skip em ekki með nót
heldur aðeins flottroll. Þannig eru þeir
tveimur kynslóðum á undan okkur."
Finnbogi sagði að hár aldur loðnu-
flotans stefndi öryggi hans í hættu vib
erfiðar aðstæður á vetrarvertíðinni þegar
mikið væri hlaðið.
Tvö ný skip
Sigluberg gekk í lok október frá samn-
ingi um kaup á notuðu nóta- og flot-
vörpuskipi frá Skotlandi sem ber nafnið
King's Cross. Skipið er smíðað í Noregi
1987, er með kælibúnaði, 3300 hestafla
vél og ber 900 tonn. Það kostaði 350
milljónir króna. Skipinu mun stefnt til
veiða á kolmunna og síld ekki síður en
loðnu.
Um svipað leyti keypti ísfélag Vest-
mannaeyja hf. notað sjókælitankaskip
frá Hjaltlandi. Það heitir Antares og var
smíðað 1980 í Noregi og ber tæp 1000
tonn og er meb 2600 hestafla vél.
Bæði skipin munu koma til veiða í
apríl í vor og taka þannig þátt í síðustu
sprettum loðnuvertíðarinnar og verða
komin í reglulega góðan gang þegar
norsk-íslenska síldin fer að veiðast fyrir
austan land.
Draumaskipið
í viðtali við Ægi í júní 1994 lýsir Við-
ar Karlsson skipstjóri á Víkingi drauma-
skipinu sínu sem þarf að bera 2000 tonn
af loðnu og vera búiö út meö frysti-
geymslur og kælitanka og til flottrolls-
veiða jafnt og nótaveiða. Skip eins og
það kostar um milljarð og þarf að geta
fiskað fyrir um 500 milljónir árlega. í
Bárður Hafsteinsson skipaverk-
fræðingur segir að loðnuflotinn
sé orðinn of gamall, breyttur og
bættur og það sé öryggismál að
hefja endurnýjun.
sama viðtali kemur fram að aflaverð-
mæti Víkings er kringum 200 milljónir
á ári þó hann sé með mestan kvóta
lobnuskipa. Viðar lýsir í viðtalinu
áhyggjum sínum af því að nótaskipin
séu hlaöin of mikið miðað við aldur og
segir ab gamlar stálplötur geti hrokkið
18 ÆGIR