Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1995, Qupperneq 30

Ægir - 01.11.1995, Qupperneq 30
Marvin hf. Islenskar karaþvottavélar „Þessi vél leysir mannshöndina af hólmi við kara- og kassaþvott í fiskibnabi, kjötvinnslu, rækjuvinnslu og á öllum þeim fjölmörgu stöbum þar sem kör eru notub. Vib höfum þegar selt fjórar vélar hér innanlands sem líka ákaflega vel og kaupendurnir eru hæstánægðir. Vib bindum miklar vonir vib möguleika okkar á svibi útflutnings enda karanotkun ekki síbur útbreidd í matvæla- vinnslu í nágrannalöndum okkar en hér," sagði Gunnlaugur Ingvarsson sölu- stjóri Marvins hf. í samtali vib Ægi. Marvin er nýtt fyrirtæki með aðset- ur í Kópavogi sem er ab hasla sér völl á sviði þjónustu við sjávarútveg og fiskvinnslu, í fiskútflutningi og ráð- gjöf. Frumkvöölar þess eru bræðurnir Gunnlaugur og Ingvar Ingvarssynir sem margir þekkja frá því ab þeir settu á stofn fyrirtækib IceMac. Karaþvottavélin er íslensk hönnun og framleiösla. Hönnubur hennar er Alexander Sigurðsson sem hannað hefur og smíðað fjölda véla til iönað- arnota og rak vélsmiðju um árabil. Vélin er framleidd af Vélsmiðju Hún- vetninga hf. á Blönduósi samkvæmt sérstökum framleiðslusamningi. Fiskikörin eru sett á snúningspali í þvottaklefa vélarinnar sem síðan lok- ast og þvottur hefst. Spíssar úða volgu vatni með sápu á karið og burstar þvo þab utan og innan. Samvirkni vatns, sápu og bursta skilar fyrsta flokks ár- angri. Þrýstingur vatnsins fer þó aldrei yfir 9 bör sem þýbir að yfirborð karsins skaðast ekki. Þvottatími og sápunotkun eru stillanleg og afköst vélarinnar þar af leiðandi breytileg frá 15 körum á klukkustund. Vélin end- urnýtir vatn og sápu að hluta og rannsóknir sýna að sápunotkun minnkar fjórfalt miðað vib hand- þvott. Sömu rannsóknir sýna að gerl- ar finnast varla á körum eftir þvott með vélinni og síðast en ekki síst dregur verulega úr kostnaði því það kostar um 250 krónur að þvo hvert kar í höndum en langt innan við 100 krónur meb vélinni. „Ég tel að svona vél spari um þab bil eitt starf," sagði Gunnlaugur sem benti á að mestu máli skipti að hrein- lætiskröfur væru strangar því kröfur væru stöðugt ab aukast og gæða- Gunnlaugur Ingvarsson, sölustjóri Marvins hf. ímynd fyrirtækja ræbst að stórum hluta af hreinlæti og skipulagi. Hann taldi að oft væri þvotti á körum áfátt hjá fyrirtækjum og slíkt jafnvel látið sitja á hakanum sem gerði verkið erf- iðara. Karaþvottavélin fæst í tveimur út- færslum og kostar 3,3 eða 4,3 milljón- ir. Gunnlaugur sagði að ódýrari vélin borgaði sig upp á 17,7 •mánuðum en sú dýrari á 19 mánuöum miðað við 300 kör á viku. Hægt er að fá kara- þvottavélina með sjálfvirkri mötun með færibandi og þó vélin sé kennd við kör þá getur hún einnig þvegið fiskikassa, frystipönnur og Eurobretti meb þar til gerðri grind. Saxi saxar beitu Önnur vél sem Marvin hf. er ab kynna um þessar mundir er beitu- skurðarvélin Saxi sem er, eins og kara- þvottavélin, hönnun Alexanders Sig- urbssonar. Alexander framleiddi vél- ina um hríð og seldi. Framleiðslan hefur legið niðri um nokkurt skeið en verður nú tekin upp af endurnýjuð- um krafti. Saxi er lítil og öflug skurð- arvél sem getur skilað 640 bitum af beitu á mínútu. Vélin sparar beitu því að sögn framleiðanda nýtir hún beit- una betur en aðrar beituskurðavélar á markaðnum. Þar munar mestu um að hægt er að stilla vélina þannig að hún kljúfi beituna eftir endilöngu. Hún tekur hálffrosna beitu eins og flestar slíkar vélar og er jafnvíg á síld, smokkfisk, makríl og flest sem mönn- um dettur í hug að skera í beitu og hentar jafnt á sjó og landi. Flakaskurðarvél í undirbúningi Alexander Sigurðsson vinnur um þessar mundir að því ab leggja síðustu hönd á flakaskurðarvél sem hann hef- ur hannað og verður kölluð ES-12. „Við vonumst til að koma með þessa vél á markaðinn eftir áramót," sagði Gunnlaugur. „Við hönnun hennar er beitt ýmsum nýjum lausn- um sem við teljum að geti hentað smærri og meðalstórum framleiðend- um mun betur en þær vélar af þess- ari gerð sem nú eru á markaðnum. Vélin býður nákvæma vigtun eftir óskum kaupenda, hagkvæmustu nýt- ingu með tölvuvali, nákvæma flokk- un bita eftir þyngd og tegund og aukna nákvæmni sem skilar betri nýtingu. í framhaldi af skurbi geta bitar fariö í lausfrystingu og glasser- ingu án þess að mannshöndin komi nálægt. Við höfum iagt mikla vinnu og fé í þróun vélarinnar og bindum miklar vonir við hana," sagði Gunnlaugur. □ 30 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.